Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2022 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þróttur á toppinn - Fyrstu stig KR
Freyja Karín gerði sigurmark Þróttar í kvöld.
Freyja Karín gerði sigurmark Þróttar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. sótti í dýrmæt stig til Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld.


Murphy Alexandra Agnew gerði eina markið í fyrri hálfleik og var óheppin að bæta ekki öðru við. Þróttur verðskuldaði forystuna en fékk mark í andlitið snemma í síðari hálfleik.

Þróttur var áfram betra liðið á vellinum en slæm hreinsun úr vörninni varð til þess að Aníta Lind Daníelsdóttir fékk boltann á vinstri kanti og gaf góða fyrirgjöf inn á teiginn. Þar voru varnarmenn Þróttar sofandi en Dröfn Einarsdóttir glaðvakandi og stýrði boltanum í netið með frábærum skalla.

Þróttarar reyndu að sækja sigurmark en áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta þétta vörn Keflvíkinga niður þar til undir lokin. Freyja Karín Þorvarðardóttir náði þá að skora sigurmark gestanna með auðveldum skalla eftir hrikalegt úthlaup hjá Samantha Murphy.

Gefins sigurmark fyrir Þrótt sem verðskuldar sigurinn og fer á topp Bestu deildarinnar með 13 stig eftir 6 umferðir.

Keflavík 1 - 2 Þróttur R.
0-1 Murphy Alexandra Agnew ('21)
1-1 Dröfn Einarsdóttir ('60)
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('90)

Sjáðu textalýsinguna.

KR og Afturelding áttust þá við í fallbaráttunni og úr varð mikill baráttuleikur.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem gestirnir úr Mosfellsbæ fengu fleiri færi en KR virtist skora löglegt mark á 60. mínútu sem var ekki dæmt gilt. Dómarateymið treysti sér ekki til að segja til um hvort boltinn hefði farið alla leið yfir marklínuna eða ekki.

Sara Jimenez var lífleg í liði Aftureldingar rétt eins og Marcella Marie Barberic hjá KR. Sara fékk sannkallað dauðafæri til að útkljá viðureignina á 82. mínútu og skaut framhjá en Marcella nýtti sitt færi fimm mínútum síðar til að gera sigurmarkið.

KR og Afturelding eru því jöfn á stigum á botni deildarinnar, með þrjú stig hvort eftir sex fyrstu umferðirnar.

KR 1 - 0 Afturelding
1-0 Marcella Marie Barberic ('87)

Sjáðu textalýsinguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner