Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   sun 23. júní 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Adam Árni sneri til baka mun fyrr en áætlað var
Lengjudeildin
Mynd: EPA

Adam Árni Róbertsson, framherji Grindavíkur, lenti í því í óláni í fyrstu umferð Lengjudeildar karla að kjálkabrotna. Í gær kom hann inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af Grindavíkur og Dalvíkur/Reynis sem Grindavík vann 3-1.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Dalvík/Reynir

Adam fór meiddur af velli gegn Fjölni í opnunarumferð Lengjudeildarinnar. Eftir leik komst í ljóst að hann hafi kjálkabrotnað og staðan því ekki góð.

Fljótlega eftir atvikið var greint frá því að Adam myndi ekki spila mótsleik fyrr en í ágúst vegna meiðslanna. Talið var að hann mætti byrja að æfa aðeis fyrr en ekki spila. 

Það vakti því athygli þegar hann kom inn á sem varamaður í gær og spilaði í yfir 20 mínútur þegar Grindavík vann Dalvík/Reyni 3-1.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á heimavelli.



Athugasemdir
banner
banner
banner