Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 23. september 2024 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framarar ekkert heyrt frá Val - Slúðrað um símtal í Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið í dag var sagt frá því að Valur hefði sett sig í samband við Rúnar Kristinsson sem er þjálfari Fram.

Valur er með þjálfara í starfi, Srdjan Tufegdzic - Túfa, sem félagið gerði þriggja ára samning við í byrjun síðasta mánaðar.

„Maður er að heyra sögur af Rúnari Kristins að Valsarar séu búnir að pota í hann, búnir að athuga hvort hann hafi áhuga á að taka við liðinu," sagði þáttarstjórnandinn Albert Brynjar Ingason og talaði um sterkar heimildir. Í þættinum var svo rætt að Valur hljóti að hafa sett klásúlu í samning Túfa þar sem hægt sé að segja upp samningnum eftir tímabilið.

Fótbolti.net ræddi við Daða Guðmundsson, rekstarstjóra fótboltadeildar Fram, og bar tíðindin undir hann.

„Ég hafði ekkert heyrt um þetta fyrr en hálfri mínútu fyrir þetta símtal þegar ég fékk send skilaboð," segir Daði. Valur hefur allavega ekki sett sig í samband við Fram til að fá að ræða við Rúnar, og skilaboðin sem Daði fékk komu ekki frá Valsmönnum.

Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við Fram þegar hann var ráðinn fyrir ellefu mánuðum síðan. Þar á undan hafði Rúnar stýrt KR.

Fram er í 7. sæti Bestu deildarinnar og Valur er í 3. sæti deildairnnar, síðasta Evrópusætinu. Valur spilar mikilvægan leik í Evrópubaráttunni gegn Stjörnunni í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner
banner