
Núna er í gangi leikur Þýskalands og Japan á heimsmeistaramótinu í Katar.
Þjóðverjarnir mótmæltu framkomu Alþjóðaknattspyrnusambandsins fyrir leikinn með því að halda utan um munn sinn. Það hefur verið þöggun í gangi að þeirra að mati.
FIFA byrjaði vikuna á því að banna sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun.
Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið. Samkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í böndin. Því ákvað FIFA að banna þau.
Þjóðverjar eru ósáttir við framkomu FIFA eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
It wasn’t about making a political statement – human rights are non-negotiable. That should be taken for granted, but it still isn’t the case. That’s why this message is so important to us.
— Germany (@DFB_Team_EN) November 23, 2022
Denying us the armband is the same as denying us a voice. We stand by our position. pic.twitter.com/tiQKuE4XV7
Athugasemdir