Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. nóvember 2022 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðverjar héldu fyrir munninn í mótmælaskyni
Þjóðverjarnir fyrir leik.
Þjóðverjarnir fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Þýskalands og Japan á heimsmeistaramótinu í Katar.

Þjóðverjarnir mótmæltu framkomu Alþjóðaknattspyrnusambandsins fyrir leikinn með því að halda utan um munn sinn. Það hefur verið þöggun í gangi að þeirra að mati.

FIFA byrjaði vikuna á því að banna sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun.

Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið. Samkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í böndin. Því ákvað FIFA að banna þau.

Þjóðverjar eru ósáttir við framkomu FIFA eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner