Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mán 21. nóvember 2022 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Scott með fyrirliðabandið fyrst Kane er ekki með það
Harry Kane með 'OneLove' bandið. FIFA hefur bannað honum að vera með það í dag.
Harry Kane með 'OneLove' bandið. FIFA hefur bannað honum að vera með það í dag.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, tók ákvörðun um að vera ekki með sérstakt 'OneLove' fyrirliðaband fyrir leik liðsins gegn Íran á HM í Katar.

Í gær var greint frá því að FIFA hefði á síðustu stundu ekki gefið leyfi fyrir þessum böndum og ætla fyrirliðarnir ekki að vera með þau í umræddum leikjum af ótta við að fá gult spjald frá dómarunum.

Fyrirliðarnir ætluðu að bera 'OneLove' böndin til að mótmæla hvers kyns mismunun en samkynhneigð er bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í þessi bönd. Því ákvað FIFA að banna böndin.

Kane er ekki með bandið en Alex Scott, fyrrum landsliðskona Englands, var með svona band í útsendingu BBC frá leiknum. Don Hutchison, fyrrum leikmaður Liverpool og fleiri félaga, hefði viljað sjá Kane bera bandið. „Taktu sektina og taktu gula spjaldið fyrir framan allan heiminn. Láttu svo einhvern annan bera bandið í í næstu leikjum," skrifar Hutchison á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af því, en það eru ekki allir sammála því að enska landsliðið og önnur landslið skuli hlusta á þessa beiðni FIFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner