Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Leicester kom til baka - Jói Berg spilaði í sigri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leicester City og Burnley eru komin áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir sigra á útivöllum í dag.

Leicester heimsótti sterkt Championship-lið Brentford og lenti undir eftir sex mínútur. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn þar sem heimamenn í Brentford virkuðu hættulegri og komust nær því að tvöfalda forystuna heldur en gestirnir að jafna.

Staðan var þó 1-0 í leikhlé og skiptu lærisveinar Brendan Rodgers um gír strax á fyrstu sekúndum síðari hálfleiks. Cengiz Ünder jafnaði með snyrtilegu skoti utan teigs og skoraði Youri Tielemans svo skömmu síðar úr vítaspyrnu sem var gefin fyrir ansi litlar sakir.

Leicester var við fullkomna stjórn í síðari hálfleik og innsiglaði James Maddison sigurinn á 71. mínútu. Leicester hefði getað bætt fleiri mörkum við en það hafðist ekki. Hrikalegur fyrri hálfleikur en frábær seinni hjá Leicester.

Leicester tekur á móti Brighton í næstu umferð.

Brentford 1 - 3 Leicester
1-0 Mads Bech Sörensen ('6)
1-1 Cengiz Ünder ('46)
1-2 Youri Tielemans ('51, víti)
1-3 James Maddison ('71)

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn er Burnley tók Fulham í kennslustund.

Burnley var við stjórn í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið tveimur eða þremur mörkum yfir í leikhlé en sú var raunin ekki. Jay Rodriguez gerði eina markið á 31. mínútu.

Síðari hálfleikurinn var jafnari. Fulham tókst ekki að skora þrátt fyrir færi á meðan gestirnir náðu að bæta tveimur við á lokakaflanum.

Jay Rodriguez skoraði tvö og lagði upp eitt. Burnley mætir annað hvort Bournemouth eða Crawley í 16-liða úrslitum.

Fulham 0 - 3 Burnley
0-1 Jay Rodriguez ('31)
0-2 Jay Rodriguez ('71, víti)
0-3 Kevin Long ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner