Kristófer Ingi Kristinsson, sóknarmaður Breiðabliks, fór í aðgerð á báðum ökklum eftir að síðasta tímabili lauk. Hann fékk sýkingu í blóðið eftir aðgerðina og hefur það sett strik í endurhæfingu hans.
Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistaranna, vonar að Kristófer geti spilað í júní en það gæti verið lengra í leikmanninn.
Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistaranna, vonar að Kristófer geti spilað í júní en það gæti verið lengra í leikmanninn.
„Kristófer er bara aðeins farinn að skokka og er með í reit, en það er langt í hann. Í einhverjum draumaheimi þá snýr hann til baka í júní, en þetta gæti alveg tekið lengri tíma," segir Dóri.
Kristinn Jónsson þurfti að jafna sig eftir að hafa rotast í úrslitaleiknum gegn Víkingi í október og gat ekkert æft með Blikum í byrjun undirbúningstímabilsins.
„Kiddi tók allar æfingarnar úti í æfingaferðinni, nema síðustu. Hann er ekki farinn að skalla boltann, en æfði allar æfingarnar og leit hrikalega vel út. Hann fékk aðeins í nárann á síðustu æfingunni, held það sé mjög eðlilegt þegar þú ert búinn að vera frá svona lengi að það komi eitthvað upp. Hann verður frá í einhverja daga."
Breiðablik heimsækir FH á morgun og spila liðin æfingaleik á hybrid grasinu í Krikanum. Dóri segir að Davíð Ingvarsson sé að jafna sig á meiðslum á rist og verði ekki með á morgun. Aðrir, fyrir utan U21/U19 landsliðsmenn, eru klárir.
Breiðablik á svo leik gegn KA í Meistarakeppni KSÍ næsta sunnudag og sex dögum síðar, 5. apríl, mætir liðið Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildarinnar.
Athugasemdir