Sigurður Hjörtur Þrastarson fékk hrós frá þjálfurum beggja liða eftir að hann dæmdi 2-2 jafnteflisleik FH og KR í Kaplakrika í gær. Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, gaf honum fullt hús eða 10 í einkunn eftir leik.
„Fullkominn leikur hjá Sigurði í dag að mínu mati. Nelgdi allar stóru ákvarðanirnar og leyfði mikið," skrifaði Sölvi í skýrslu eftir leikinn.
„Fullkominn leikur hjá Sigurði í dag að mínu mati. Nelgdi allar stóru ákvarðanirnar og leyfði mikið," skrifaði Sölvi í skýrslu eftir leikinn.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 KR
„Mér fannst Sigurður Hjörtur dæma þennan leik frábærlega. Þetta er að öllum líkindum einn besti dæmdi leikur sem ég hef orðið vitni að síðan ég byrjaði að þjálfa í efstu deild. Hann leyfði mikið en var samkvæmur sjálfum sér. Hann getur gengið virkilega stoltur frá þessum leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir leikinn.
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, fékk rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hreinskilinn og segir dóminn hárréttan.
„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki rautt. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir.
Athugasemdir