Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mið 23. apríl 2025 22:37
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru vonbrigði að missa þetta niður í jafnteflið. Mér fannst við á löngum köflum sterkari aðilinn. Við vorum klaufar að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli við KR í kvöld.

„Við byrjum seinni hálfleikinn vel, sköpum góð færi og fáum rautt. Ég man ekki eftir að þeir náðu að opna okkur mikið, við meira að segja sköpum okkur færi eftir að við urðum einum færri. Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir. Það er eitthvað sem við höfum ekki verið að gera í fyrstu tveimur leikjunum.“

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 KR

Heimir var ósáttur að sleppa KR með 1-1 inn í hálfleikinn.

„Vandamálið okkar var að sleppa þeim inn í hálfleikinn með 1-1. Við fengum dauðafæri til að koma okkur í betri stöðu. Einhverstaðar verðum við að byrja og við byrjuðum í dag. En þetta er bara einn leikur og mótið er nýbyrjað, við verðum að halda áfram.“

FH var að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni í dag, Heimir segir að það sé vegna þess að þeir gáfu engin trúðamörk á sig.

„Ef þú tekur Stjörnuleikinn að þá vorum við klaufar þar, við fengum góð færi í þeim leik. Draugamark og trúðamark. Við gáfum ekkert trúðamark í dag og þess vegna fengum við stig. Við spiluðum aggresífan sóknarleik og sköpuðum mikið af góðum færum. Ef þú tekur Vestraleikinn voru þeir bara betri en við og við áttum ekkert skilið úr þeim leik.“

Næsti leikur FH er útileikur gegn KA á Akureyri.

„Ég er ekki búinn að skoða nein úrslit. KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.“

Heimir er sammála Sigurði Hirti þegar hann rak Björn Daníel af velli í seinni hálfleiknum.

„Það er erfitt fyrir mig að standa hér og halda því fram að þetta var ekki raut. Þetta var rautt og hann dæmdi þennan leik frábærlega.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner