Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 24. maí 2017 09:35
Magnús Már Einarsson
Logi Ólafs í viðræðum við Víking R.
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson er líklegastur til að taka við Víkingi R. en viðræður hafa staðið yfir þess efnis. Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Víkingar eru í þjálfaraleit eftir að Milos Milojevic sagði upp störfum á föstudaginn. Milos tók síðan við sem þjálfari Breiðabliks í fyrradag.

Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklikja stýrðu Víkingi gegn Breiðabliki á sunnudag en nú er líklegast að Logi taki við starfinu út tímabilið.

Logi er þaulreyndur þjálfari en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013.

Logi þekkir til hjá Víkingi en hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992. Árið 1991 varð Víkingur Íslandsmeistari undir hans stjórn.

Á ferli sínum hefur hann einnig þjálfað íslenska landsliðið, ÍA, KR, FH og Selfoss til að mynda.

Í sumar hefur Logi starfað sem sérfræðingur í Pepsi-mörkunum líkt og hann gerði einnig í fyrra.

Næsti leikur Víkings er gegn KA á Akureyri á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner