Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 24. maí 2020 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Werner með þrennu í stórsigri
Mainz 0 - 5 RB Leipzig
0-1 Timo Werner ('11)
0-2 Yussuf Poulsen ('23)
0-3 Marcel Sabitzer ('36)
0-4 Timo Werner ('48)
0-5 Timo Werner ('75)

Timo Werner skoraði þrennu er RB Leipzig rúllaði yfir Mainz í öðrum leik dagsins í þýska boltanum.

Heimamenn í Mainz áttu aldrei möguleika þar sem gestirnir mættu grimmir til leiks og voru komnir í þriggja marka forystu fyrir leikhlé.

Werner gerði fyrsta markið áður en Daninn Yussuf Poulsen og hinn austurríski Marcel Sabitzer bættu sitt hvoru markinu við.

Werner skoraði svo tvö mörk í síðari hálfleik til að fullkomna þrennuna. Werner er í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, með 24 mörk og 7 stoðsendingar. Robert Lewandowski er markahæstur með 27 mörk.

Mainz er aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti eftir tapið á meðan Leipzig endurheimtir þriðja sætið af Bayer Leverkusen.

Leipzig er búið að skora 68 mörk á deildartímabilinu og jafna þannig félagsmetið frá leiktíðinni 2016-17 þegar liðið skoraði 68 mörk.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 14 8 5 1 24 12 +12 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 22 22 0 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 14 4 4 6 18 25 -7 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner