Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2023 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham gæti þurft að greiða rúmar 20 milljónir punda fyrir Arne Slot
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur mun líklega þurfa að greiða háa upphæð til að landa hollenska þjálfaranum Arne Slot frá Feyenoord. Þetta kemur fram í Voetbal International.

Tottenham er í leit að nýjum stjóra og hefur félagið átt í viðræðum við Slot sem gerði Feyenoord að meisturum í Hollandi.

Julian Nagelsmann hefur einnig verið orðaður við félagið en það einbeitir sér alfarið að Slot.

Samkvæmt VI gæti Tottenham þurft að borga Feyenoord 21 milljón punda til að fá Slot.

Hann er ekki með klásúlu í samningi sínum sem rennur út árið 2025 og mun félagið horfa til RB Leipzig og Brighton.

Bayern München borgaði svipaða upphæð til að fá Nagelsmann frá Leipzig og Brighton fékk þá 18 milljónir punda þegar Graham Potter samdi við Chelsea.

Viðræður munu halda áfram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner