Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 24. júní 2025 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfnuðu 45 milljóna punda tilboði Newcastle
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur samkvæmt heimildum talkSPORT og fleiri miðla hafnað 45 milljóna punda tilboði frá Newcastle í Anthony Elanga.

Forest er sagt vilja fá 60 milljónir punda fyrir sænska vængmanninn. Newcastle reyndi líka við Elanga í fyrra.

Hann var þriðji stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabii. Elanga er 23 ára og kom til Forest frá Manchester United sumarið 2023.

Hann lagði upp ellefu mörk í vetur og skoraði sex, blómstraði í leikkerfi Nuno Espirito Santo.

Eddie Howe vill fá inn annan vængmann fyrir komandi tímabil en það gæti reynst þrautin þyngri að fá Elanga lausan frá Nottingham.
Athugasemdir
banner