Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 24. júní 2025 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sker Mourinho Man Utd úr snörunni?
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Fernerbache, er sagður hafa áhuga á því að fá Jadon Sancho í sínar raðir frá ManchesteR United.

United vill fá 25 milljónir punda fyrir enska kantmanninn en ekki er vitað hvort hann vilji fara til Tyrklands.

Sancho var á láni hjá Chelsea á liðinni leitktíð, Chelsea var með kaupskyldu í lánssamningnum en kaus að greiða sekt í stað þess að uppfylla kröfuna um kaup á leikmanninum. Chelsea náði ekki samkomulagi við Sancho um að hann myndi lækka í launum og því er hann mættur aftur til United.

Það er ekki útlit fyrir að hann eigi sér mikla framtíð hjá United, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

Mourinho var stjóri United á árunum 2016-2018. Fenerbahce er líka sagt hafa augastað á Illan Meslier, markmanni Leeds.
Athugasemdir
banner
banner