Heimild: Gula Spjaldið
Kjartan Már Kjartansson hefur komið skemmtilega inn í lið Stjörnunnar að undanförnu. Kjartan lenti í smá brekku í aðdraganda tímabilsins og spilaði lítið framan af móti en hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu fimm leikjum. Þar á meðal eru báðir leikirnir gegn Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Kjartan er fjölhæfur leikmaður en hefur spilað sem djúpur miðjumaður í fjarveru þeirra Guðmundar Baldvins Nökkvasonar og Jóhanns Árna Gunnarssonar.
Kjartan er fjölhæfur leikmaður en hefur spilað sem djúpur miðjumaður í fjarveru þeirra Guðmundar Baldvins Nökkvasonar og Jóhanns Árna Gunnarssonar.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, hrósaði Kjartani fyrir frammistöðuna í Garðabænum um liðna helgi.
„Eitt 'shoutout' frá mér. Kjartan, ég er mjög hrifinn af þeim leikmanni. Hann er fæddur 2006 og er mjög góður í fótbolta. Hann spilaði einn djúpur. Hann er heitur, tók eina grimma tæklingu og var kominn með gult eftir hálftíma. Hann spilaði þennan leik mjög vel," sagði reynsluboltinn Ragnar Bragi í Gula Spjaldinu í dag.
Kjartan var valinn næstbesti maður leiksins í Garðabænum og var í sterkasta liði umferðarinnar fyrir frammistöðu sína.
„Maður er vanari að sjá hann framar á vellinum en hann spilaði djúpan miðjumann í dag og leysti það feyki vel. Var valinn maður leiksins af Stjörnumönnum á vellinum," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í skýrslunni eftir leik.
Kjartan spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki sumarið 2022. Hann er U19 landsliðsmaður sem á alls að baki 37 keppnisleiki fyrir Stjörnuna.
Athugasemdir