Declan Rice, miðjumaður Arsenal, segist ekki hafa verið hrifinn af þeim viðbrögðum sem kaupin á Noni Madueke frá Chelsea fékk frá hluta stuðningsmanna.
Á samfélagsmiðlum var kassamerkið #NoToMadueke eða 'Nei við Madueke' vinsælt en margir stuðningsmenn voru ekki hrifnir af kaupunum á leikmanninum sem kostaði 48,5 milljónir punda.
Settur var af stað undirskriftarlisti sem yfir 5 þúsund undirskriftir.
„Ég veit hvað hann er ákveðinn í að sanna sig. Ég hef rætt við hann og þið fáið að sjá hvað hann hefur fram að færa. Hann vill sanna sig og sýna öllum hvað hann getur gert. Hann er hungraður, hann vill spila fyrir Arsenal og er karakter sem við viljum hafa," segir Rice.
„Hann mun koma mörgum á óvart og ég get ekki beðið eftir því. Við í leikmannahópnum vitum hvaða leikmann við erum að fá og hlökkum til að hafa hann meðal okkar. Þetta er mjög spennandi."
Madueke er 23 ára og er fenginn í samkeppni um vængstöðurnar. Hann skoraði 20 mörk í 92 leikjum fyrir Chelsea. Arsenal hefur oft verið í vandræðum með að finna glufur á varnarlínum sem eru aftarlega og vonast er til að Madueke hjálpi liðinu að finna lausnir við því.
Á samfélagsmiðlum var kassamerkið #NoToMadueke eða 'Nei við Madueke' vinsælt en margir stuðningsmenn voru ekki hrifnir af kaupunum á leikmanninum sem kostaði 48,5 milljónir punda.
Settur var af stað undirskriftarlisti sem yfir 5 þúsund undirskriftir.
„Ég veit hvað hann er ákveðinn í að sanna sig. Ég hef rætt við hann og þið fáið að sjá hvað hann hefur fram að færa. Hann vill sanna sig og sýna öllum hvað hann getur gert. Hann er hungraður, hann vill spila fyrir Arsenal og er karakter sem við viljum hafa," segir Rice.
„Hann mun koma mörgum á óvart og ég get ekki beðið eftir því. Við í leikmannahópnum vitum hvaða leikmann við erum að fá og hlökkum til að hafa hann meðal okkar. Þetta er mjög spennandi."
Madueke er 23 ára og er fenginn í samkeppni um vængstöðurnar. Hann skoraði 20 mörk í 92 leikjum fyrir Chelsea. Arsenal hefur oft verið í vandræðum með að finna glufur á varnarlínum sem eru aftarlega og vonast er til að Madueke hjálpi liðinu að finna lausnir við því.
Rice setur miklar kröfur á sjálfan sig
Rice ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur Arsenal gegn AC Milan í æfingaleik í gær. Hann ræddi meðal annars um sig og sín markmið á komandi tímabili. Eftir komu Martin Zubimendi og Christian Nörgaard verður hann líklega í meira sóknarhlutverki.
„Ég tel að stjórinn líti núna á mig sem 'teig í teig' miðjumann og seinni hluta síðasta tímabils sýndi ég hvað ég get gert í þessu hlutverki. Ég set miklar kröfur á mig á þessu tímabili. Ég byrjaði síðasta tímabil ekki nægilega vel og það var andleg þreyta eftir Evrópumótið," segir Rice.
„Fleiri mörk. Fleiri stoðsendingar. Hafa meiri áhrif í leikjunum. Sýna þessa frammistöðu yfir allt tímabilið. Það eru markmið mín fyrir komandi tímabil."
Athugasemdir