Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. nóvember 2020 11:16
Elvar Geir Magnússon
Fjórtán leikmenn Liverpool hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur án vafa verið eitt besta lið Evrópu undanfarin tvö tímabil. Í fyrra vann liðið Meistaradeildina og í ár kom langþráður Englandsmeistaratitill í hús.

Heimavöllur Liverpool, Anfield, hefur orðið að mögnuðu vígi. Síðasti tapleikur Liverpool á vellinum í deildinni var gegn Crystal Palace í apríl 2017. Síðan þá hafa komið 53 sigrar í 64 deildarleikjum á heimavelli.

Það er mögnuð staðreynd að fjórtán leikmenn í hópnum hjá Anfield hafa enn ekki upplifað það að tapa sem leikmaður Liverpool á Anfield.

Alisson Becker, Adrian, Virgil van Dijk, Andy Robertson, Fabinho, Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keita, Xherdan Shaqiri, Sadio Mane, Mohamed Salah, Taki Minamino, Neco Williams, Curtis Jones og Diogo Jota hafa ekki tapað á heimavelli.

Einhver nöfn á listanum, til dæmis Minamino og Jota, koma ekkert á óvart enda hafa þeir ekki verið lengi hjá félaginu.

En að Salah, Van Dijk og Mane hafi ekki tapað deildarleik á Anfield sýnir vel hversu ótrúlega öflugur heimavöllurinn hefur reynst.
Athugasemdir
banner
banner