Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini: Ég þekki hana ágætlega
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Saki Kumagai fagnar með Lyon sumarið 2020
Saki Kumagai fagnar með Lyon sumarið 2020
Mynd: EPA
Allar klárar í verkefnið
Allar klárar í verkefnið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís og Karólína eru liðsfélagar Saki
Glódís og Karólína eru liðsfélagar Saki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Japan í vináttuleik í Hollandi á morgun. Í kjölfarið á Ísland svo leik gegn Kýpur í undankeppni HM.

Þjálfari kvennalandsliðsins, Þorsteinn Halldórsson, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Töff leikur en skemmtilegur
Gunnhildur segir að þetta sé leikur til þess að vinna í þeim hlutum sem þið viljið vinna í. Hvað er það svona helst?

„Fara betur í einföld atriði í varnar- og sóknarleik. Japan pressar svolítið hátt og við þurfum að æfa okkur gegn hápressu, hafa allavega spilað þannig hingað til. Það er ein breyta í þessu að Japan er með nýjan þjálfara þannig maður veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er að fara gerast. Þær hafa pressað hátt og verið grimmar í hápressu. Við þurfum að þora vera með boltann. Þær halda boltanum mikið, spila mikið í stutum sendingum, eru kvikar og góðar í að spila stutt, senda og hreyfa sig. Þetta verður töff leikur en skemmtilegur," sagði Steini.

Hópurinn í fínu standi
Eru allar klárar? Hvernig er standið á hópnum?

„Það eru allar heilar, allar klárar í leikinn. Það eru engin meiðsli og liggur við engin smá-meiðsli. Það eru tvær vikur síðan að sumar voru að spila, deildirnar voru að klárast í Noregi og Svíþjóð þannig hópurinn er bara í fínu standi og lítur bara vel út."

Sjá einnig:
Segir ekkert áfengi veitt í kvennalandsliðsferðum - „Vonandi skálað í kampavíni 31. júlí"
Samantekt af síðasta fundi Steina: Eiga skilið að mikið sé fjallað um þær"

Sýndur á miðlum KSÍ
Spurt var hvort leikurinn á morgun yrði sýndur. Jóhann Ólafur Sigurðsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ, svaraði þeirri spurningu og sagði að honum yrði streimt á miðlum KSÍ.

Töluvert af breytingum milli leikja
Áttu von á því að gera margar breytingar milli leikjanna eða spila á svipuðu liði?

„Ég á von á því að gera töluvert af breytingum á milli leikja, ég spila ekki á svipuðu liði."

Vill vinna leikinn þrátt fyrir að þetta sé æfingaleikur
Horfiru á þennan leik gegn Japan eins og um keppnisleik væri að ræða?

„Við leggjum leikinn upp þannig að við ætlum að vinna áfram í okkar hlutum. Í grunninn gefum við okkur ákveðna hluti hvernig þær ætla að spila og við erum með ákveðnar hugmyndir hvernig við ætlum að reyna leysa það. Leikurinn er æfingaleikur en jafnframt fer maður alltaf í æfingaleiki til að reyna vinna þá. Við notum leikinn til að æfa okkur gegn þeim áhersluatriðum sem Japan mun gera til með að nota í sínum leik."

Þekki hana ágætlega
Saki Kumagai er fyrirliði japanska landsliðsins og reynslumesti leikmaður liðsins. Hún er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Bayern Munchen. Saki er varnarmaður eins og Glódís. Ræðiru sérstaklega við Glódísi í undirbúningi fyrir leikinn?

„Nei, ég hef ekkert verið að fara í einstaklinga í japanska liðinu. Ég ákvað að ég væri ekki að fara stúdera andstæðinginn alveg í þaula út frá einstaklingum og öðru eins og maður gerir fyrir keppnisleiki. Við fórum bara yfir taktísku hlutina, hvernig þær spila og ég hef ekki farið í einstaka einstaklinga. Ég er búinn að sjá töluvert marga leiki með Bayern þannig ég þekki hana ágætlega," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner