Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham í viðræðum við einn besta leikmann Kólumbíu
Luis Díaz til Tottenham?
Luis Díaz til Tottenham?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú í viðræðum við portúgalska félagið Porto um kaup á kólumbíska landsliðsmanninum Luis Díaz.

Þessi 25 ára gamli kantmaður er einn sá besti í portúgölsku deildinni og hefur verið síðustu þrjú tímabil.

Hann heillaði þá með kólumbíska landsliðinu á Copa America síðasta sumar.

Díaz hefur verið orðaður við mörg stærstu félög heims undanfarnar vikur en samkvæmt Telegraph er Tottenham nú búið að opna viðræður við Porto um kaup á honum.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann vill vængbakvörð, miðjumann og sóknarmann. Adama Traore er að ganga til liðs við félagið frá Wolves og er hugsaður sem vængbakvörður og yrði Díaz þá hugsaður sem sóknarmaður.

Riftunarákvæðið í samningi Díaz er 66 milljónir punda en Porto verðmetur hann á um það bil 40 milljónir punda. Tottenham þarf þó að losa sig við leikmenn til að geta keypt hann, en búist er við að þrír leikmenn yfirgefi félagið í þessum glugga.

Tanguy Ndombele, Dele Alli og Giovani Lo Celso eru allir sagðir á útleið og yrði þá leiðin greið fyrir Díaz að koma inn í hópinn.

Díaz hefur spilað 28 leiki, skorað 16 mörk og lagt upp 6 með Porto í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner