City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
   þri 25. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um það að hafa krækt í Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þetta er gríðarleg styrking við annars mjög góðan hóp," segir Kári jafnframt.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Það hefur verið svolítill aðdragandi að þessu. Loksins hafðist þetta og það er gríðarleg ánægja innan herbúða Víkings," segir Kári en hvenær vissi hann að þetta væri möguleiki núna?

„Við höfum reynt þetta nokkrum sinnum áður og alltaf fengið neitun frá Val. Svo var ég að ræða við föður hans, sem var umboðsmaður hans í þessu tilfelli, og hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur þar sem hann væri tilbúinn að skipta yfir."

Talað hefur verið um að Gylfi kosti Víkinga um 20 milljónir króna og þar að auki fái hann góð laun. Var aldrei spurning að láta þetta ganga?

„Við vorum alveg að teygja okkur eftir honum og gerðum það svo sannarlega. Þetta er náttúrulega þannig leikmaður að það er skiljanlegt að hann kosti," sagði Kári en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Kári meira um Gylfa, leikmannamál Víkings og síðasta Evrópueinvígi gegn Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner