Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 25. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um það að hafa krækt í Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þetta er gríðarleg styrking við annars mjög góðan hóp," segir Kári jafnframt.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Það hefur verið svolítill aðdragandi að þessu. Loksins hafðist þetta og það er gríðarleg ánægja innan herbúða Víkings," segir Kári en hvenær vissi hann að þetta væri möguleiki núna?

„Við höfum reynt þetta nokkrum sinnum áður og alltaf fengið neitun frá Val. Svo var ég að ræða við föður hans, sem var umboðsmaður hans í þessu tilfelli, og hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur þar sem hann væri tilbúinn að skipta yfir."

Talað hefur verið um að Gylfi kosti Víkinga um 20 milljónir króna og þar að auki fái hann góð laun. Var aldrei spurning að láta þetta ganga?

„Við vorum alveg að teygja okkur eftir honum og gerðum það svo sannarlega. Þetta er náttúrulega þannig leikmaður að það er skiljanlegt að hann kosti," sagði Kári en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Kári meira um Gylfa, leikmannamál Víkings og síðasta Evrópueinvígi gegn Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner