Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   þri 25. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um það að hafa krækt í Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þetta er gríðarleg styrking við annars mjög góðan hóp," segir Kári jafnframt.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Það hefur verið svolítill aðdragandi að þessu. Loksins hafðist þetta og það er gríðarleg ánægja innan herbúða Víkings," segir Kári en hvenær vissi hann að þetta væri möguleiki núna?

„Við höfum reynt þetta nokkrum sinnum áður og alltaf fengið neitun frá Val. Svo var ég að ræða við föður hans, sem var umboðsmaður hans í þessu tilfelli, og hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur þar sem hann væri tilbúinn að skipta yfir."

Talað hefur verið um að Gylfi kosti Víkinga um 20 milljónir króna og þar að auki fái hann góð laun. Var aldrei spurning að láta þetta ganga?

„Við vorum alveg að teygja okkur eftir honum og gerðum það svo sannarlega. Þetta er náttúrulega þannig leikmaður að það er skiljanlegt að hann kosti," sagði Kári en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Kári meira um Gylfa, leikmannamál Víkings og síðasta Evrópueinvígi gegn Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner