Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 25. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um það að hafa krækt í Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þetta er gríðarleg styrking við annars mjög góðan hóp," segir Kári jafnframt.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Það hefur verið svolítill aðdragandi að þessu. Loksins hafðist þetta og það er gríðarleg ánægja innan herbúða Víkings," segir Kári en hvenær vissi hann að þetta væri möguleiki núna?

„Við höfum reynt þetta nokkrum sinnum áður og alltaf fengið neitun frá Val. Svo var ég að ræða við föður hans, sem var umboðsmaður hans í þessu tilfelli, og hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur þar sem hann væri tilbúinn að skipta yfir."

Talað hefur verið um að Gylfi kosti Víkinga um 20 milljónir króna og þar að auki fái hann góð laun. Var aldrei spurning að láta þetta ganga?

„Við vorum alveg að teygja okkur eftir honum og gerðum það svo sannarlega. Þetta er náttúrulega þannig leikmaður að það er skiljanlegt að hann kosti," sagði Kári en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Kári meira um Gylfa, leikmannamál Víkings og síðasta Evrópueinvígi gegn Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner