Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   þri 25. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Kári, Gylfi og Sölvi Geir, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta er einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um það að hafa krækt í Gylfa Þór Sigurðsson.

„Þetta er gríðarleg styrking við annars mjög góðan hóp," segir Kári jafnframt.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Það hefur verið svolítill aðdragandi að þessu. Loksins hafðist þetta og það er gríðarleg ánægja innan herbúða Víkings," segir Kári en hvenær vissi hann að þetta væri möguleiki núna?

„Við höfum reynt þetta nokkrum sinnum áður og alltaf fengið neitun frá Val. Svo var ég að ræða við föður hans, sem var umboðsmaður hans í þessu tilfelli, og hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur þar sem hann væri tilbúinn að skipta yfir."

Talað hefur verið um að Gylfi kosti Víkinga um 20 milljónir króna og þar að auki fái hann góð laun. Var aldrei spurning að láta þetta ganga?

„Við vorum alveg að teygja okkur eftir honum og gerðum það svo sannarlega. Þetta er náttúrulega þannig leikmaður að það er skiljanlegt að hann kosti," sagði Kári en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir Kári meira um Gylfa, leikmannamál Víkings og síðasta Evrópueinvígi gegn Panathinaikos.
Athugasemdir