Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 25. febrúar 2025 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Gylfi er kominn í Víking.
Gylfi er kominn í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gylfi á Víkingsvellinum.
Gylfi á Víkingsvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þekkir bæði Kára og Sölva úr landsliðinu.
Þekkir bæði Kára og Sölva úr landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gylfi gerði tveggja ára samning við Víkinga.
Gylfi gerði tveggja ára samning við Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spenntur. Það eru spennandi tímar framundan, ferð til útlanda með liðinu bráðlega og ég fæ að kynnast strákunum hratt. Það styttist í tímabilið og ég er mjög spenntur, og mjög ánægður að vera kominn í Víking," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

Í þar síðustu viku hófst mikil atburðarrás sem endaði með því að Gylfi varð leikmaður Víkings. Hann vildi fara frá Val, eitthvað sem Valsmenn voru ekki sáttir með, og fengu bæði Breiðablik og Víkingur samþykkt tilboð í hann. Gylfi hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en hann er ánægður með að þetta sé búið núna.

„Þetta tók kannski lengri tíma og varð meira mál en þetta þurfti að vera. Það er frábært að þetta sé búið og maður getur horft fram á veginn núna."

Varð þetta meira mál en þú hélst að þetta yrði?

„Já og nei. Ég vissi alveg að þetta myndi taka sinn tíma og það þyrfti að finna einhvern flöt sem báðir aðilar yrðu ánægðir með. Þetta þróaðist í aðra átt en þetta hefði þurft að gera. Það var kannski mest svekkjandi við þetta. Núna horfum við fram á veginn og gerum okkur klára fyrir tímabilið sem er framundan."

Að fara úr Val í Víking
Gylfi segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara frá Val. Hann spilaði þar í eitt tímabil eftir að hann kom heim til Íslands.

„Þetta var mjög erfitt. Þetta er yndislegt félag, það er frábært fólk sem vinnur hjá félaginu og í kringum liðið, og allt til alls fyrir strákana - yndislegur hópur af strákum," segir Gylfi.

„Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun en það var eitthvað inn í mér sem langaði að láta reyna á þetta. Núna er undir mér komið að koma mér í betra form og standa mig vel í sumar."

Hver er stærsta ástæðan fyrir því að þú velur að fara í Víking?

„Það eru nokkrir hlutir. Augljósasti hluturinn er það sem Víkingur hefur verið að gera í Evrópu; þeir voru mjög óheppnir á móti Panathinaikos... heilt yfir er það ótrúlegt afrek hjá liðinu og félaginu sjálfu að komast svona langt. Það er eitthvað sem mig langar að vera hluti af. Síðan hvernig liðið hefur verið að spila síðustu ár, það hefur verið gríðarleg velgengni. Það var erfitt að horfa á það utan frá en það er yndislegt að vera kominn í þennan hóp."

Gekk í fjórðu tilraun
Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Það tókst loksins núna.

„Þeir hafa reynt nokkrum sinnum og Kári (Árnason) gefst greinilega ekki upp," sagði Gylfi léttur.

„Það er gott að vita af þessum áhuga. Þetta er frábær hópur af strákum sem er mjög samheldinn. Það er mikil stemning í hópnum sjálfum og í félaginu."

Það er væntanlega erfitt að segja nei við Kára?

„Já, það var mjög erfitt síðast. Sem betur fer þurfti ég ekki að gera það aftur," segir Gylfi sem þekkir nokkra aðila innan Víkings, þar á meðal Kára og Sölva Geir Ottesen, þjálfara liðsins.

Í spilaranum að ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Gylfi ræðir um markmiðin fyrir komandi sumar og fleira.
Athugasemdir
banner
banner