Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 25. mars 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Mjög heillandi að spila í Superliga" - Fór að spila á undan áætlun
Mynd: Horsens
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir Horsens sem spilar í efstu deild í Danmörku síðasta haust. Ágúst hafði verið í tvö tímabili hjá Víkingi en þaðan kom hann frá Bröndby.

Ágúst verður 21 árs eftir nokkra daga og er hann sóknarsinnaður miðjumaður. Hann spjallaði við fréttaritara í gærkvöldi um aðdragandann að því hvernig hann varð leikmaður hjá liði í Superliga.

Horsens er í langneðsta sæti deildarinnar og dugir ekkert nema kraftaverk svo að hliði haldi sér uppi.

Annað úr viðtalinu:
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni

Hvenær kemur Horsens upp?

„Það kom upp tveimur vikum áður en Víkingur spilaði við KA og KR síðasta haust, í kjölfarið var mótinu slaufað. Það voru lið frá Norðurlöndunum og voru menn búin að horfa á mig allt tímabilið með Víkingi," sagði Ágúst.

„Horsens fannst mér með besta planið og er að spila í sterkustu deildinni. Það voru lið frá Svíþjóð og Noregi líka að skoða en mér fannst danska deildin og danski glugginn sá besti."

„Ég skoðaði það aðeins og sá að það voru alls ekki margir sem hafa farið beint þangað, úr efstu deild á Íslandi yfir í Superliga. Mér fannst það mjög heillandi að spila í Superliga þegar það tækifæri kom upp.“

Þú vaktir athygli með Víkingum bæði sumrin í raun, þú varst að hlaupa einhverja 20 km í leik. Varstu ánægður með hvað þú náðir að gera inn á vellinum?

„Já, ég kem 2019 og var búinn að vera erlendis í þrjú og hálft ár. Ég kem inn í gott plan, lið sem var kannski ekki búið afreka neitt mikið að undanförnu. Það er góður þjálfari hjá Víkingi og við verðum bikarmeistarar á fyrsta tímabili. Ég átti þá gott tímabil 2019."

„Það kom þá áhugi erlendis frá en ég vildi taka eitt ár í viðbót á Íslandi. Ég ræddi það við pabba [Hlyn Svan Eiríksson], umboðsmanninn og Arnar Gunnlaugsson. Við vorum sammála því að það væri gott að taka eitt tímabil í viðbót því við ætluðum okkur stóra hluti 2020.“

„Við fórum kannski inn í síðasta tímabil með það í huganum að ætla okkur mikið, of mikið. Heilt yfir spilaði ég þó það vel að það kom lið úr dönsku úrvalsdeildinni sem vildi fá mig og því hlýtur að vera að maður hafi gert eitthvað rétt.“


Hvernig ert þú að upplifa þetta hjá Horsens, finnst þér hlutverkið þitt vera að stækka?

„Þegar ég kom vissi ég að þeir ætluðu að koma mér hægt og rólega inn í hlutina. Ég var að koma beint úr tímabilinu á Íslandi og vissi að þetta myndi taka smá tíma."

„Svo fór ég einfaldlega að standa mig það vel að ég fór að spila á undan áætlun."

„Ég á í góðum samskiptum við þjálfarana og upplifi hlutina eins og ég sé að komast nær og nær þessu. Þetta er lið sem hefur verið saman í 5-6 ár, leikmennirnir hafa spilað saman í þessi ár og ég er yngstur í hópnum. Ég er á góðri vegferð myndi ég segja.“


Liðinu gengur alls ekki vel, er það eitthvað sem þú pælir mikið í?

„Auðvitað er það hundleiðinlegt að þetta hafi ekki gengið vel og verið mikið stöngin út hjá félaginu. Miðað við síðustu ár þá hefur þetta verið stabílt lið um miðja Superliga. Þetta er búið að taka lúmskt á hvernig hefur gengið.“

Hvaða stöðu spilaru hjá Horsens?

„Við höfum verið að spila 5-3-2 og þá hef ég verið önnur „áttan“ inn á miðjunni. Það er hlutverk sem mér finnst mjög skemmtileg og staða fyrir mig þar sem mér finnst ég nýtast vel. Ég er mjög beinskeyttur og orkumikill miðjumaður, nútíma miðjumaður," sagði Ágúst.

Annað úr viðtalinu:
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni
Athugasemdir
banner
banner