Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 25. mars 2023 14:39
Elvar Geir Magnússon
Danskur dómari á Liechtenstein - Ísland
Icelandair
Danski dómarinn Jakob Kehlet verður með flautuna á morgun þegar Liechtenstein og Ísland mætast í undankeppni EM í Vaduz.

Kehlet dæmdi vináttulandsleik Írlands og Íslands í Dublin 2017. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu og má sjá það mark hér að neðan.

Dómaratríóið á morgun og fjórði dómarinn eru allir frá Danmörku en Pólverjar sjá um VAR myndbandsdómgæsluna. Pawel Pskit er VAR dómari.

Leikur Liechtenstein og Íslands á morgun verður klukkan 16 að íslenskum tíma.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner