Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
Hugarburðarbolti GW9 Erik ten Hag rekinn!
   mán 25. apríl 2016 13:45
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Heimir Guðjóns: Ekkert til í þessu sem Óli Jó sagði
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir því að FH-ingar verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

„Þetta kemur bæði og á óvart. Það eru mörg lið búin að styrkja sig. KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur og Víkingur hafa styrkt sig mikið. Mannskapslega séð þá held ég að deildin hafi sjaldan eða aldrei verið jafn sterk," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net í dag.

„Við ætlum okkur að vera í þessari toppbaráttu, það er engin spurning. Það er markmiðið sem hefur verið undanfarin ár. Það eru mörg sterk lið í deildinni og við þurfum að hafa okkur alla við. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki verið að verja titilinn, við þurfum að sækja hann. Við fáum ekkert fyrir það sem gerðist í fyrra. Núna er nýtt mót og við verðum að vera klárir á sunnudaginn gegn Þrótti."

Heimir segir að Valur geti blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn í sumar en þessi lið mætast í meistarakeppni KSÍ í kvöld.

„Ég hafði mjög gaman af því að hlusta á Óla Jó þegar hann kom hingað. Hann sagði að Valur ætti ekki séns í FH, KR og Stjörnuna. Eftir að hafa horft á þetta Valslið þá er ekkert til í þessu sem kallinn sagði. Valsliðið er feykilega sterkt, vel rútínerað og með gott skipulag. Ef það er einhverntímann möguleiki fyrir Val að vinna titilinn þá er það í ár."

Beggi fljótari að aðlagast en reiknað var með
Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi FH í vetur en liðið hefur fengið þrjá nýja leikmenn. „Liðið okkar er svipað og í fyrra. Það voru litlar mannabreytingar, öfugt við árið áður, þegar var töluvert af breytingum. Við lítum svo á að það sé jákvætt. Við erum með öflugan leikmannahóp sem við erum ánægðir með."

FH-ingar fengu varnarmanninn Bergsvein Ólafsson í sínar raðir frá Fjölni og hann mun líklega byrja við hlið Kassim Doumbia í hjarta varnarinnar.

„Beggi hefur staðið sig mjög vel eftir að hann kom. Hann hefur verið fljótari að aðlagast en við reiknuðum með. Hann er duglegur að æfa og við bindum miklar vonir við hann,"

Áttu ekki nóg af peningum fyrir Kennie
Markvörðurinn Gunnar Nielsen kom einnig frá Stjörnunni en Róbert Örn Óskarsson ákvað í kjölfarið að ganga til liðs við Víking R. FH leitaði að öðrum markverði til að berjast við Gunnar um sæti í liðinu en á endanum fékk félagið Kristján Finnbogason til að taka fram hanskana.

„Við fórum af stað og leituðum en fundum ekkert sem okkur leist á. Við erum líka með ungan og efnilegan markmann, Daða (Frey Arnarsson), sem kom frá BÍ. Hann hefur staðið sig vel og við bindum miklar vonir við hann."

FH reyndi einnig að fá Kennie Chopart frá Fjölni í vetur en á endanum fór hann í KR.

„Við áttum ekki nóg af peningum," sagði Heimir og hló. „Við reyndum að fá hann en við náðum ekki samkomulagi við Fjölni. Hann vildi ekki spila hjá Fjölni svo á endanum fór hann í KR. Ég var að vonast eftir því að þetta myndi ganga upp því mér finnst Kennie Chopart vera mjög góður leikmaður og ég tel að hann myndi hjálpa FH liðinu."

Stefna áfram í riðlakeppni í Evrópukeppni
Samkeppnin í FH liðinu er mikil og margir gera tilkall til þess að vera í byrjunarliðinu.

„Við teljum að það sé lykill að því að ná árangri að vera með samkeppni. Samkeppni er bara af hinu góðu. Það eru örugglega einhverjir hundfúlir, það er alltaf þannig. Menn verða bara að átta sig á því að þeir þurfa að hafa fyrir því að vera í FH liðinu með því að leggja sig fram á æfingum og í leikjum. Meðan það er, þá eru engin stór vandamál," sagði Heimir.

„Það hefur alltaf verið markmiðið hjá okkur að reyna að komast inn í þessar riðlakeppnir. Það hefur ekkert breyst. Við munum leggja mikla áherslu á Evrópukeppnina eins og deildina og bikarinn. Þetta er auðvitað alltaf spurning hvað þú ert heppinn í drættinum og hvaða mótherja þú færð. Við erum núna í Meistaradeildinni og fáum sterkan andsætðing í byrjun. Það er skemmtilegt að spila í Evrópukeppni, hvort sem það er fyrir stjórnarmenn, þjálfara, leikmenn eða stuðningsmenn. Það er gaman að taka þátt og máta sig við góð lið," sagði Heimir.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner