Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
Turnar Segja Sögur: Pizzagate
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir á botninum og Þróttarar stimpla sig í toppbaráttu
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
banner
   mán 25. apríl 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Rúnar Páll: Það verður alltaf einhver óánægður
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Rúnar á hliðarlínunni.
Rúnar á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með ágætis hóp og höfum styrkt okkur ágætlega. Það er fín blanda af ungum og reyndum leikmönnum og við erum bjartsýnir á tímabilið. Það þarf að hafa mikið fyrir því að ná árangri og við erum svo sannarlega tilbúnir í það," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

Stjarnan endar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar ef spá Fótbolta.net rætist.

„Ég er með öðruvísi hóp en í fyrra, fleiri þungavigtarmenn og öðruvísi karaktera sem við vorum að leita að. Hópurinn er ótrúlega samstilltur og flottur mórall í honum. Ég er með mjög góðan hóp."

Erfitt er að rýna í hvernig byrjunarlið Stjörnunnar verður í fyrsta leik enda hafa verið miklar breytingar á liðinu milli leikja í vetur.

„Það hefur kannski verið okkar akkilesarhæll að hafa ekki getað stillt upp föstu liði. Við höfum prófað ýmsar útgáfur. Við höfum verið að glíma við meiðsli á lykilmönnum og flestallir hafa fengið að spila mjög mikið. Við höfum ekki náð að keyra inn neitt ákveðið lið og það finnst mér ekki alveg nægilega gott," segir Rúnar sem telur sig hafa hugmynd um hvernig sitt sterkasta byrjunarlið sé.

„Það er gríðarleg samkeppni um stöðurnar og það er gott fyrir okkur. Þess vegna þarf samheldnin að vera enn sterkari. Reyndir og góðir leikmenn þurfa kannski að vera á bekknum og jafnvel ekki í hóp. Það er verðugt verkefni fyrir okkur þjálfarana og liðið sjálft að tækla það. Við erum klárir í það. Það verður alltaf einhver óánægður en þannig er þetta með fótboltamenn, menn vilja spila."

Ætlum að berjast um titilinn
Meðal leikmanna sem Stjarnan hefur fengið eru miðjumennirnir Baldur Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson sem koma úr atvinnumennsku en báðir hafa mikið verið meiddir á undirbúningstímabilinu.

„Þeir eru báðir frískir og æfðu með okkur í æfingaferðinni á Spáni. Eyjólfur hefur verið inn og út í vetur en Baldur fór í aðgerð á hné um áramótin. Hann er byrjaður á fleygiferð. Það hafa komið smávegis tognanir inn á milli sem er eðlilegt. Baldur og Eyjólfur eru miklir karakterarar sem koma með nýjar víddir inn í okkar leikmannahóp. Þorri Geir (Rúnarsson) hefur einnig verið meiddur í vetur en er farinn að æfa á fullu og það er mikill styrkur fyrir okkur," segir Rúnar.

Stjarnan fékk reynsluboltann Grétar Sigfinn Sigurðarson í vörnina frá KR og fram á við eru komnir Hilmar Árni Halldórsson frá Leikni og Ævar Ingi Jóhannesson frá KA.

„Grétar er flottur strákur og mikill leiðtogi. Hann rífur menn með sér, öskrar á menn og lætur heyra í sér ef menn eru ekki að standa sig. Hann kemur með öflugt hugarfar inn í okkar hóp. Hilmar og Ævar eru báðir ótrúlega spennandi. Ævar er ótrúlega fljótur og áræðinn kantmaður og Hilmar er frábær leikmaður í alla staði, góður skotmaður og góður alhliða fótboltamaður. Það er mikill styrkur í þessum strákum."

Það verður þétt spilað í upphafi móts. Hversu mikilvægt er að byrja mótið vel?

„Það er ótrúlega mikilvægt, mikilvægast af öllu bara. Það eru sjö leikir fyrir smá hvíld. Það er gríðarlega mikilvægt að byrja þetta vel og hafa leikmannahópinn kláran í þann slag. Öll lið hugsa þannig að þau vilja safna sem flestum stigum í byrjun. Við ætlum að berjast um titilinn í þessari deild. Við ætlum að leggja atlögu að titlinum, svo kemur bara í ljós í október hvernig þetta endar," segir Rúnar Páll en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner