Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur spilaði í mikilvægum sigri - Ögmundur í markinu
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby þegar liðið vann mikilvægan sigur í titilbaráttunni í Danmörku í dag.

Bröndby vann góðan 2-0 sigur á Randers á heimavelli og setur pressu á Midtjylland með sigrinum. Bröndby er einu stigi frá Midtjylland en Mikael Neville Anderson og félagar eiga leik til góða á Hjört og félaga.

Hjörtur hefur átt mjög fínt tímabil með Bröndby en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Jón Dagur Þorsteinsson var þá í byrjunarliði AGF sem tapaði gegn FC Kaupmannahöfn á heimavelli, 1-2. Jón Dagur var tekinn út eftir rúmlega klukkutíma leik en AGF situr í þriðja sæti og FCK í fjórða sæti. Það var mikill hiti í þessum leik en það er búið að leyfa áhorfendur aftur í Danmörku.

Sveinn Aron Guðjohnsen fékk ekki tækifæri með OB í 2-0 sigri á Lyngby. Sveinn Aron hefur ekki fengið mörg tækifæri með OB á tímabilinu en hann er í láni frá ítalska félaginu Spezia. Aron Elís Þrándarson var ekki með OB í dag og Frederik Schram var ekki í hóp hjá Lyngby.

SönderjyskE og Horsens unnu sína leiki en Ísak Óli Ólafsson, varnarmaður SönderjyskE, og Ágúst Hlynsson, miðjumaður Horsens, eru báðir á láni í Pepsi Max-deildinn; Ísak hjá Keflavík og Ágúst hjá FH.

Ögmundur í markinu hjá Olympiakos
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson spilaði sinn annan deildarleik með Olympiakos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur hefur staðið vaktina í bikarleikjum Olympiakos en setið á bekknum að mestu í deildinni. Hann fékk tækifæri í dag annan leikinn í röð og hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á AEK Aþenu. Olympiakos er búið að vinna titilinn í Grikklandi og hefur haft mikla yfirburði á tímabilinu.

Jón Guðni spilaði í Svíþjóð
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson lék allan tímann fyrir Hammarby er liðið tapaði 2-0 gegn AIK á útivelli. Jón Guðni uppskar gult spjald eftir klukkutíma leik.

Hammarby er eftir þrjá leiki með þrjú stig en Jón Guðni gekk í raðir liðsins fyrir tímabilið frá Brann í Noregi.

Aron lék hálftíma
Aron Sigurðarson lék hálftíma þegar Union Saint-Gilloise gerði jafntefli við Deinze í belgísku B-deildinni í dag.

Þetta var leikur í lokaumferðinni en Union Saint-Gilloise er komið upp í úrvalsdeild. Aron skoraði fjögur mörk í 15 deildarleikjum á tímabilinu.

Union Saint-Gilloise vann deildina en Lommel hafnaði í þriðja sæti. Kolbeinn Þórðarson er á mála hjá Lommel en hann lék ekki með liðinu í gær vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner