Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu
Mynd: EPA
PSG 1 - 3 Nice

PSG mun ekki fara ósigrað í gegnum frönsku deildina eftir tap gegn Nice í kvöld.

Nice komst yfir en Fabian Ruiz jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Nice bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik og vann 3-1.

Marcin Bulka, markvörður Nice, hafði í nógu að snúast en hann varði tólf skot.

Þetta var fyrsta tap PSG í deildinni á tímabilinu en liðið hafði ekki tapað í 30 leikjum í röð. Þetta tap kemur örfáum dögum fyrir mikilvægan leik gegn Arsenal á Emirates í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en sá leikur er á þriðjudaginn.

Liðið varð franskur meistari á dögunum og var nálægt því að bæta met. Nantes heldur hins vegar metinu yfir flesta leiki í röð án taps en liðið fór í gegnum tímabilið 1994/95.
Athugasemdir
banner