Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fullkomið mark hjá Yamal - „Verður að vinna titla með Barcelona"
Mynd: EPA

Hansi Flick stýrði Barcelona til sigurs í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol. Þetta var 28. deildartitill félagsins.

Liðið vann deildina, bikarinn og spænska ofurbikarinn en tapaði gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


„Maður verður að vinna titla með Barcelona og þrír er frábært. Ég var mjög sár eftir undanúrslitin í Mílanó en að vinna þrjá titla er eitthvað til að gleðjast yfir. Við getum gert betur," sagði Flick.

Lamine Yamal skoraði stórbrotið mark til að koma Barcelona í forystu í kvöld.

„Lamine hefur þegar skorað svonoa mörk. Hann æfir þetta á hverjum degi, þetta var fullkomið mark," sagði Flick.

Sjáðu markið hjá Yamal hér


Athugasemdir
banner