banner
   fim 15. maí 2025 12:20
Elvar Geir Magnússon
Dyche: Man Utd myndi vinna fleiri leiki ef ég væri stjóri
Dyche vill spila 4-4-2.
Dyche vill spila 4-4-2.
Mynd: EPA
Sean Dyche hefur sett enn meiri pressu á stjóra Manchester United, Ruben Amorim, og segir að liðið væri með fleiri sigra ef hann sjálfur væri með stjórnartaumana.

Dyche var rekinn sem stjóri Everton í janúar en í Stick to Football hlaðvarpinu vinsæla nefnir hann Manchester United sem lið sem hann hafi alltaf viljað stýra.

United á enn eftir að mæta Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en með sigri þar kemst liðið bakdyramegin inn í Meistaradeildina. Frammistaða United í ensku úrvalsdeildinni hefur hinsvegar verið vandræðalega léleg. Liðið er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

„Amorim mun ekki breyta um leikaðferð en hann þarf að fara að vinna fótboltaleiki og það sem fyrst. Ég tel að ef ég væri stjóri liðsins og myndi spila mitt kerfi, þá væri liðið með fleiri sigra. Ég myndi bara spila 4-4-2 með einföldum áherslum," segir Dyche í þættinum.

„Það hefur alltaf verið löngun í að verða stjóri Manchester United vegna stærðar félagsins. Liðið er að ganga í gegnum erfiða tíma en félagið er risastórt og öflugt á alþjóðlegan mælikvarða."

Dyche mun líklega aldrei verða stjóri United en hann talar um það í þættinum að Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefði hentað vel í starfið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner