Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Gústi Gylfa: Þetta var bara nokkuð vel spilaður fótboltaleikur
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
   fös 16. maí 2025 20:34
Anton Freyr Jónsson
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég verð nú að segja það, þetta er skellur. Ég bjóst við jöfnum leik, markið kemur náttúrulega snemma og við brotnum helvíti mikið við það og fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi." sagði Matthías Guðmundsson annar þjálfari Vals eftir tapið á Kópavogsvelli í kvöld. 


„Það er frábær spurning. Það kemur bara eitthvað upphlaup og við töpum baráttunni einn á einn ef ég man rétt og svoleiðis gerist en það var klárlega ekki uppleggið. Við ætluðum að byrja að krafti með því negla aðeins boltanum upp völlinn og sækja aðeins á þær strax frá miðju en gerðum það ekki svo fór þetta á einhvern annan veg."

„Fyrri hálfleikurinn stuðar mig meira heldur en seinni hálfleikurinn. Mér fannst allveganna í seinni hálfleik vera andi og barátta og þetta sem maður vill sjá svona í grunnvallaratriðum fótboltanum betra í seinni hálfleik en fyrri hálfleik."


Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. Hvað þarf að gerast til þess að liðið fari aftur á sigurbraut?

„Við þurfum bara að þjappa okkur vel saman og það er bara eina sem við getum gert, þetta snýst bara um að vinna næsta leik, þessi er búin og bara alvöru Valslið sem kemur inn og við séum að vinna fyrir hvorn annan og að við séum með ástríðu fyrir leiknum."
Athugasemdir
banner