
„Ég verð nú að segja það, þetta er skellur. Ég bjóst við jöfnum leik, markið kemur náttúrulega snemma og við brotnum helvíti mikið við það og fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi." sagði Matthías Guðmundsson annar þjálfari Vals eftir tapið á Kópavogsvelli í kvöld.
„Það er frábær spurning. Það kemur bara eitthvað upphlaup og við töpum baráttunni einn á einn ef ég man rétt og svoleiðis gerist en það var klárlega ekki uppleggið. Við ætluðum að byrja að krafti með því negla aðeins boltanum upp völlinn og sækja aðeins á þær strax frá miðju en gerðum það ekki svo fór þetta á einhvern annan veg."
„Fyrri hálfleikurinn stuðar mig meira heldur en seinni hálfleikurinn. Mér fannst allveganna í seinni hálfleik vera andi og barátta og þetta sem maður vill sjá svona í grunnvallaratriðum fótboltanum betra í seinni hálfleik en fyrri hálfleik."
Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. Hvað þarf að gerast til þess að liðið fari aftur á sigurbraut?
„Við þurfum bara að þjappa okkur vel saman og það er bara eina sem við getum gert, þetta snýst bara um að vinna næsta leik, þessi er búin og bara alvöru Valslið sem kemur inn og við séum að vinna fyrir hvorn annan og að við séum með ástríðu fyrir leiknum."
Athugasemdir