Heimild: BBC
„Þetta gæti verið verra fyrir Ajax. Íslenska liðið Þróttur komst í fréttirnar 2003 þegar liðið var á toppnum þegar íslenska úrvalsdeildin var hálfnuð en endaði með því að falla úr deildinni," segir í umfjöllun BBC um stöðu mála hjá Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.
Ajax missti toppsæti hollensku deildarinnar frá sér í gær en liðið var með níu stiga forystu um miðjan apríl, þegar fimm umferðir voru eftir af deildinni. Liðið þurfti aðeins sex stig til að innsigla 37. hollenska meistaratitil sinn.
Eftir að Ajax missti 2-1 forystu niður í 2-2 jafntefli á níundu mínútu uppbótartíma gegn tíu leikmönnum Groningen er PSV Eindhoven komið í toppsætið, einu stigi á undan Ajax þegar ein umferð er eftir.
Yrði ævintýralegt klúður
PSV heimsækir Spörtu í Rotterdam í lokaumferðinni á sunnudag og Ajax fær Twente í heimsókn.
„Það er aldrei auðvelt að tjá sig eftir að hafa fengið jöfnunarmark á sig á síðustu stundu. En þetta er ekki búið, það er einn leikur eftir. Mark í blálokin færði okkur gleði fyrr á tímabilinu en í dag skapaði það tár, sagði Francesco Farioli, stjóri Ajax, eftir leikinn í gær.
Ajax missti toppsæti hollensku deildarinnar frá sér í gær en liðið var með níu stiga forystu um miðjan apríl, þegar fimm umferðir voru eftir af deildinni. Liðið þurfti aðeins sex stig til að innsigla 37. hollenska meistaratitil sinn.
Eftir að Ajax missti 2-1 forystu niður í 2-2 jafntefli á níundu mínútu uppbótartíma gegn tíu leikmönnum Groningen er PSV Eindhoven komið í toppsætið, einu stigi á undan Ajax þegar ein umferð er eftir.
Yrði ævintýralegt klúður
PSV heimsækir Spörtu í Rotterdam í lokaumferðinni á sunnudag og Ajax fær Twente í heimsókn.
„Það er aldrei auðvelt að tjá sig eftir að hafa fengið jöfnunarmark á sig á síðustu stundu. En þetta er ekki búið, það er einn leikur eftir. Mark í blálokin færði okkur gleði fyrr á tímabilinu en í dag skapaði það tár, sagði Francesco Farioli, stjóri Ajax, eftir leikinn í gær.
Það yrði ævintýralegt klúður hjá Ajax að missa af hollenska meistaratitlinum. Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson er samningsbundinn Ajax en er á láni hjá Spörtu í Rotterdam og gæti því heldur betur aðstoðað sitt félag í lokaumferðinni.
Hið ótrúlega tímabil Þróttar 2003 hefur fengið talsverða umfjöllun í gegnum árin. Liðið fékk aðeins fjögur stig allan seinni hluta Landsbankadeildarinnar (sem nú heitir Besta deildin) og féll þrátt fyrir að eiga tvo markahæstu leikmenn mótsins; Björgólf Takefusa og Sören Hermansen.
Stöðutaflan
Holland
Holland efsta deild - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | PSV | 33 | 24 | 4 | 5 | 100 | 38 | +62 | 76 |
2 | Ajax | 33 | 23 | 6 | 4 | 65 | 32 | +33 | 75 |
3 | Feyenoord | 33 | 20 | 8 | 5 | 76 | 36 | +40 | 68 |
4 | Utrecht | 33 | 18 | 9 | 6 | 62 | 45 | +17 | 63 |
5 | AZ | 33 | 16 | 8 | 9 | 57 | 36 | +21 | 56 |
6 | Twente | 33 | 15 | 9 | 9 | 62 | 47 | +15 | 54 |
7 | Go Ahead Eagles | 33 | 14 | 9 | 10 | 54 | 50 | +4 | 51 |
8 | NEC | 33 | 11 | 7 | 15 | 49 | 45 | +4 | 40 |
9 | Heerenveen | 33 | 11 | 7 | 15 | 40 | 57 | -17 | 40 |
10 | Fortuna Sittard | 33 | 11 | 7 | 15 | 37 | 54 | -17 | 40 |
11 | Sparta Rotterdam | 33 | 9 | 12 | 12 | 38 | 40 | -2 | 39 |
12 | Groningen | 33 | 10 | 9 | 14 | 40 | 51 | -11 | 39 |
13 | Zwolle | 33 | 9 | 11 | 13 | 41 | 51 | -10 | 38 |
14 | Heracles Almelo | 33 | 9 | 11 | 13 | 41 | 61 | -20 | 38 |
15 | NAC | 33 | 8 | 8 | 17 | 33 | 57 | -24 | 32 |
16 | Willem II | 33 | 6 | 7 | 20 | 33 | 55 | -22 | 25 |
17 | RKC | 33 | 5 | 7 | 21 | 39 | 71 | -32 | 22 |
18 | Almere City FC | 33 | 4 | 9 | 20 | 22 | 63 | -41 | 21 |
Athugasemdir