Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire: Næsta tímabil verður öðruvísi, félagið mun gera þetta rétt
Mynd: EPA
„Ég hef trú á því að hlutirnir munu snúast hratt við - við erum að búa til kúltúr núna. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð, vandræðaleg en þetta er ekki það langt frá því að snúast," sagði Harry Maguire, leikmaður Manchester United, í viðtali við Sky Sports.

„Við þurfum fleiri leikmenn í sumar, þurfum hjálp. Ég vil eins marga leikmenn og mögulegt er fyrir samkeppni svo leikmenn geti barist um stöður. Ég vil vera í liði sem nær árangri og vil fá góða leikmenn inn um dyrnar. Félagið mun gera þetta rétt í sumar og við munum bæta okkur mikið,"

Eins og miðvörðurinn segir hefur gengi United verið vandræðalegt á tímabilinu. Liðið situr í 16. sæti úrvalsdeildarinnar en á möguleika á Meistaradeildarsæti með því að vinna úrslitaleik Evrópudeildarinnar næsta miðvikudag.

„Félagið er byggt upp til að vinna titla, þannig hefur það verið í gegnum söguna - þetta er stór leikur sem við erum spenntir fyrir."

United hefur tapað 17 af 36 deildarleikjum sínum á tímabilinu sem er mjög langt frá því að vera ásættanlegt.

Félagið hefur verið orðað við nýjan markmann og leikmenn í sóknarlínuna. Þeir Liam Delap og Matheus Cunha hafa hvað mest verið orðaðir við félagið ásamt serbneska markmanninum Vanja Milinkovic-Savic.

Athugasemdir
banner