Minningarmót í fótbolta verður haldið í Vík í mýrdal þann 7.Júní næstkomandi, til styrktar fjölskyldu manns að nafni Pálmi Kristjánsson sem lést af slysförum þar þann 28.febrúar síðastliðin.
Pláss fyrir 16 lið og fer skráning fram með því að smella hér.
Pálmi var góður og vinsæll drengur, og stóráhugamaður um fótbolta.
Hann var mikill drifkraftur fyrir fótboltaiðkun í mýrdalnum, og skaftárhreppi. Hann kom að stofnun utandeildarliðs og reyndi allt hvað hann gat að smala mönnum í lið til að spila hér og þar á suðurlandi eða í Reykjavík.
Hann skilur eftir sig sambýliskonu og dóttur, ásamt son úr fyrra sambandi, í erfiðum aðstæðum og verður því efnt til íþróttaveislu í Vík um hvítasunnuhelgina til að styrkja þau.
Ásamt knattspyrnu, verður keppt í badminton, körfubolta og golfi yfir helgina. Hægt er að sjá all dagskrána hér.
Spilað verður í 5 manna bolta (1x12 mín) á vellinum í Vík. Þátttökugjald er kr. 25.000 á lið (50.000 ef fyrirtæki styrkir). Hvetjum alla til að finna sér fyrirtæki/styrktaraðila til að keppa fyrir.
Fyrirtækjum er frjálst að gerast styrktaraðili mótsins með frjálsum framlögum ef það er ekki að styrkja lið.
Smelltu hér til að skrá lið til leiks.
Reikningurinn til styrtkar fjölskyldu Pálma er 2200-26-038724 og kennitala 130387-2419.