Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   fim 15. maí 2025 22:25
Kári Snorrason
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Vestramenn fögnuðu markinu með því að 'róa'.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór var hress eftir leik.
Arnór var hress eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri lagði Breiðablik af velli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-2 og er því ljóst að Vestri verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Laugardalnum á morgun. Arnór Borg gekk til liðs við Vestra fyrir skömmu síðan og hefur komið vel inn í liðið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Vestri

„Þetta var rosalegt að horfa á bekknum eftir að hafa verið tekinn út af. Strákarnir eru ótrúlegir, hvað þeir geta hlaupið fyrir hvorn annan, þetta er bara rugl. Ég hef aldrei verið var við annað eins þetta er rosalegt."

„Ég er kominn inn í nýtt umhverfi og gott að byrja þetta ágætlega. Þetta er rólegt fyrir vestan. Ég er að komast inn í þetta. Mér líður vel þarna, ánægður með þetta."

Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem Daði Berg skoraði með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Daði sagði í viðtali eftir leik að þetta væri til heiðurs VÆB og að þeir væru að sigla sigrinum heim.

„Þetta var eitthvað sem Daði var að „cooka" inn í klefa. Þetta var róa eitthvað," segir Arnór og hlær.



Athugasemdir