
Breiðablik fær Vestra í heimsókn í síðasta leik 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst 19:30, búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Vestri
Halldór Árnason gerir fimm breytingar frá 0-1 sigri gegn KA í síðustu umferð Bestu-deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson þurfti þar að víkja af velli í hálfleik en hann er utan hóps í dag.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Daniel Obbekjær, Kristinn Steindórsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Valgeir Valgeirsson og sömuleiðis er markvarðarbreyting Brynjar Atli Bragason stígur inn í búrið í stað Antons Ara.
Davíð Smári, þjálfari Vestra, gerir fjórar breytingar á liði sínu eftir 2-0 sigur gegn Aftureldingu.
Hann gerir sömuleiðis markvarðarbreytingu, inn kemur Benjamin Schubert í stað Guy Smit.
Þeir Thibang Phete, Gunnar Jónas Hauksson og Arnór Borg Guðjohnsen koma allir inn í byrjunarliðið. Verður þetta fyrsti byrjunarliðsleikur Arnórs fyrir Vestra en hann skoraði í sínum fyrsta leik.
Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér að neðan.
Byrjunarlið Breiðablik:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Arnór Gauti Jónsson
8. Viktor Karl Einarsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen
Byrjunarlið Vestri:
1. Benjamin Schubert (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete
6. Gunnar Jónas Hauksson
8. Daði Berg Jónsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Athugasemdir