
Vestri hefur byrjað tímabilið á mikilli siglingu og í gær vann liðið sigur gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Daði Berg Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í upphafi tímabils og skoraði sigurmarkið í leiknum.
Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir tók þessa frábæru mynd sem fylgir myndinni en fleiri myndir frá henni má sjá hér að neðan.
Arnór Borg sagði eftir leikinn að þetta fagn hafi verið hugmyndasmíð Daða.
Daði Berg Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í upphafi tímabils og skoraði sigurmarkið í leiknum.
Vestramenn fögnuðu sigurmarkinu sem með því að setjast á grasið og róa að hætti VÆB eins og þeir væru um borð í bát. Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir tók þessa frábæru mynd sem fylgir myndinni en fleiri myndir frá henni má sjá hér að neðan.
Arnór Borg sagði eftir leikinn að þetta fagn hafi verið hugmyndasmíð Daða.
„VÆB-ararnir voru flottir á þriðjudaginn en ég vildi meira að við myndum sigla sigrinum heim," sagði Daði við RÚV eftir leikinn.
Daði birti svo mynd af fagninu á Instagram síðu sinni í gær og var að sjálfsögðu með Eurovision framlag okkar Íslendinga, Róa með VÆB, undir.
Athugasemdir