Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viktor Örlygur framlengir við Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viktor Örlygur Andrason hefur framlengt samning sinn við Víking út árið 2028.


Viktor Örlygur er Víkingur út í gegn en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2016, þá 16 ára gamall.

Hann hefur tvíveigis orðið Íslandsmeistarimeð liðinu og fjórum sinnum bikarmeistari. 

Hann á að baki 251 leik fyrir Víking og skorað í þeim 17 mörk. Hann lék 21 landsleik fyrir hönd yngri landslið Íslands og á einnig fjóra A-landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner
banner