
Breiðablik 1 - 2 Vestri
0-1 Gunnar Jónas Hauksson ('25 )
1-1 Tobias Bendix Thomsen ('52 )
1-2 Daði Berg Jónsson ('55 )
Lestu um leikinn
Vestraliðið heldur áfram að blómstra en liðið lagði Íslandsmeistara Breiðabliks í kvöld.
Liðin sem sitja í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar mættust á Kópavogsvelli. Aron Bjarnason átti skot í slá eftir stundafjórðung en það dró til tíðinda tíu mínútum síðar.
Brynjar Atli Bragason varði skalla frá Fatai Gbadamosi en Gunnar Jónas Hauksson fylgdi á eftir og skoraði af stutu færi og kom Vestra yfir.
Blikum tókst að jafna metin eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Tobias Thomsen fékk boltann eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni út í teiginn og skoraði.
Aðeins þremur mínútum síðar komust Vestramenn aftur yfir. Það var Daði Berg Jónsson sem skoraði eftir fyrirgjöf frá Arnóri Borg Guðjohnsen.
Benjamin Schubert var sjóðandi heitur í uppbótatímanum varði frábærlega frá Ásgeiri Helga Orrasyni þegar hann átti frábæran skalla á markið eftir hornspyrnu.
Það reyndist síðasta færi leiksins og er Vestri því komið áfram í 8-liða úrslitin en Breiðablik situr eftir með sárt ennið.