Real Madrid heldur áfram að skoða leikmannamarkaðinn. Félagið er að sækja Dean Huijsen frá Bournemouth og Trent Alexander-Arnold frá Liverpool.
Vinstri bakvörðurinn Álvaro Carreras er einnig á lista hjá félaginu.
Vinstri bakvörðurinn Álvaro Carreras er einnig á lista hjá félaginu.
Þessi 22 ára gamli leikmaður Benfica er leikmaður sem Real Madrid hefur verið að skoða og hefur félagið heillast af honum. Hann þykir vera með eiginleika sem gætu hentað vel í leikstíl Xabi Alonso, sem er að taka við Real Madrid.
Carreras er með riftunarverð í samningi sínum hjá Benfica upp á 50 milljónir evra en Real Madrid vonast til að fá hann fyrir lægri upphæð.
Carreras var áður í akademíu Manchester United en fékk ekki mörg tækifæri þar. Man Utd getur keypt hann aftur á 18 milljónir evra en leikmaðurinn sjálfur er miklu spenntari fyrir því að fara til Real Madrid en aftur til Englands.
Athugasemdir