Það var mikill hasar í Gautaborg í kvöld þegar heimamenn fengu Öster í heimsókn í níundu umferð sænsku deildarinnar.
Öster náði forystunni eftir tæplega klukkutíma leik og í kjölfarið urðu mikil töf á leiknum eftir að stuðningsmaður Gautaborgar ruddist inn á völlinn og reyndi að kýla Sebastian Hedlund, leikmann Öster. Hedlund er fyrrum leikmaður Vals.
Leikurinn var stöðvaður í kjölfarið og það var rúmlega klukkutíma töf á leiknum áður en hann gat haldið áfram.
Kolbeinn Þórðarson byrjaði á bekknum hjá Gautaborg en kom inn á 63. mínútu. Á 77. mínútu missti hann boltann frá sér við vítateig Gautaborgar og braut á leikmanni Öster og fékk rautt spjald að launum. Gautaborg er í 12. sæti með 10 stig eftir níu umferðir.
Hvaða pathetic gæji er þetta?
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) May 15, 2025
Stuðningsmaður Gautaborgar að reyna að kýla leikmann Öster eftir að hafa hlaupið inn á og hittir ekki einu sinni og átti svo erfitt með að flýja upp í stúku eftir á.
Asnalegt, kjánalegt, vandræðarlegt og aumingjarlegt. pic.twitter.com/Etpnw0twgI