Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ræddi um bikarúrslitaleikinn gegn Crystal Palace á fréttamannafundi í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:30 á morgun og fer fram á Wembley.
„Palace er ógn þar sem þeir eru með gæði. Mateta er sterkur, gæðin í Eze eru augljós og svo auðvitað hraðinn í Sarr," sagði Guardiola um lykilmenn Palace í sóknarleiknum. Jean Philipp-Mateta er framherji liðsins, hann hefur verið góður í bikarnum en á enn eftir að skora, kantmaðurinn Eberechi Eze er funheitur þessa dagana og Ismaila Sarr er frábær með þeim.
„Palace er ógn þar sem þeir eru með gæði. Mateta er sterkur, gæðin í Eze eru augljós og svo auðvitað hraðinn í Sarr," sagði Guardiola um lykilmenn Palace í sóknarleiknum. Jean Philipp-Mateta er framherji liðsins, hann hefur verið góður í bikarnum en á enn eftir að skora, kantmaðurinn Eberechi Eze er funheitur þessa dagana og Ismaila Sarr er frábær með þeim.
„Á móti Aston Villa (í undanúrslitunum) refsaði Sarr þeim mikið, ótrúlegur hraði. En það er ekki bara hann. Munoz er góður, Adam Wharton er mjög góður varnarsinnaður miðjumaður sem tengir vel inn á miðjunni."
„Þetta er vel skipulagt lið varnarlega og föstu leikatriðin eru ein þau bestu í úrvalsdeildinni. Þetta er úrslitaleikur. Það er sama hvort þetta sé Palace eða Aston Villa. Þetta er úrslitaleikur, við getum ekki búist við neinu öðru," sagði Guardiola.
„Þetta er stórkostlegt lið. Þeir hafa átt mjög góðan seinni hluta á tímabilinu. Þeir eru búnir með rúmt ár með Oliver Glasner. Að spila í bikarúrslitum er heiður og forrettindi. Við erum að komast í leikinn í þriða sinn í röð og verðum að spila vel. Við ferðumst til London til að vinna titilinn. Enski bikarinn er ekki aðaláherslan í byrjun tímabils, en auðvitað viljum við vinna, viljum bikar. Það er mjög mikilvægt."
City vann síðast bikarinn 2023. Guardiola hefur unnið titil á öllum tímabilum sínum hjá City fyrir utan því fyrsta, en liðið hefur ekkert unnið á þessu tímabili ef frá er talinn Samfélasskjöldurinn.
Athugasemdir