Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   fim 15. maí 2025 14:40
Elvar Geir Magnússon
Rashford getur ekki hjálpað Villa í baráttunni um Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Aston Villa er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu um að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm efstu liðin komast í keppnina.

Villa mætir Tottenham á morgun og svo Manchester United í lokaumferðinni.

„Við erum á flottu skriði eftir langt tímabil. Við erum spenntir fyrir því að spila á Villa Park á morgun. Ég hef ekki tíma til að reikna út hvað gæti gerst heldur einbeiti mér að leiknum á morgun," segir Unai Emery, stjóri Villa.

Framherjinn Marcus Rashford og miðjumaðurinn Youri Tielemans eru á meiðslalistanum og verða ekki með á morgun. Rashford mun því ekki spila meira með Villa þetta tímabilið þar sem hann er á láni frá United og má ekki spila gegn liðinu í lokaumferðinni.

Miðjumaðurinn Jacob Ramsey verður ekki með á morgun en hann þarf að afplána leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum gegn Bournemouth síðasta laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner