Eggert Aron Guðmundsson var á skotskónum þegar Brann gerði svekkjandi jafntefli gegn Sarpsborg í norsku deildinni í kvöld.
Hann kom liðinu yfir á fjórðu mínútu en Sarpsborg jafnaði eftir hálftíma leik. Brann komst aftur yfir eftir klukkutíma leik en Sarpsborg tryggði sér stig með marki á fimmtu mínútu uppbótatíma. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 68. mínútu hjá Sarpsborg.
Hann kom liðinu yfir á fjórðu mínútu en Sarpsborg jafnaði eftir hálftíma leik. Brann komst aftur yfir eftir klukkutíma leik en Sarpsborg tryggði sér stig með marki á fimmtu mínútu uppbótatíma. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 68. mínútu hjá Sarpsborg.
Stefán Ingi Sigurðarson hefur verið sjóðandi heitur hjá Sandefjord á tímabilinu til þessa. Hann lenti hins vegar í vandræðum í kvöld þar sem hann fékk rautt spjald í uppbótatíma í 3-1 tapi gegn Viking. Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður hjá Viking.
Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Stromsgodset tapaði 2-0 gegn Bryne. Þá var Ísak Snær Þorvaldsson ónotaður varamaður þegar Rosenborg lagði Haugesund 1-0.
Viking er á toppnum með 20 stigi eftir níu umferðir. Rosenborg í 2. sæti með 18 stig og Brann í þriðja með 17 stig en liðin hafa spilað átta leiki. Saprsborg og Sandefjord eru í 6. og 7. sæti með 12 stig eftir sjö leiki. Þá er Stromsgodset í 12. sæti með sex stig eftiir sjö leiki.
Davíð Snær Jóhannsson kom inn á 57. mínútu og Ólafur Guðmundsson á 76. mínútu þegar Álasund lagði Hodd 2-0 í næst efstu deild. Hinrik Harðarson kom inn á 54. mínútu í 2-0 sigri Odd gegn Moss og þá var Óskar Borgþórsson ónotaður varamaður þegar Sogndal vann 2-0 gegn Asane.
Odd er í 2. sæti með 13 stig eftir sjö umferðir. Álasund í 5. sæti með 12 stiig eftir sex leiki spilaða og Sogndal með jafn mörg stiig í 6. sæti eftir sjö umferðir.
Daniel Djuric kom inn á sem varamaður á 80. mínútu í 3-0 sigri Istra 1961 gegn Sibenik í króatísku deildinni. Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður. Istra er í 4. sæti með 47 stig eftir 35 umferðir.
Athugasemdir