Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður vígsluleikurinn á nýja grasinu
Icelandair
Svona lítur Laugardalsvöllur út í dag.
Svona lítur Laugardalsvöllur út í dag.
Mynd: Aðsend
Stelpurnar okkar mæta Frakklandi í byrjun næsta mánaðar.
Stelpurnar okkar mæta Frakklandi í byrjun næsta mánaðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Frakklands í Þjóðadeild kvenna þann 3. júní verður vígsluleikurinn á nýjum grasfleti Laugardalsvallar. Þetta er allavega planið núna og mjög góðar líkur á því að það gangi upp.

Framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Verið er að skipta um vallarflöt og leggja hybrid gras með undirhita. Vallarflöturinn færist nær aðalstúkunni, alls um 8 metra.

Hybrid er náttúrulegt gras sem er styrkt með ákveðnu hlutfalli af gervigrasi. Með því er vonast til að hægt verði að spila á vellinum nánast allt árið um kring.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í það á fréttamannafundi í dag hvort hann gæti staðfest að fyrsti leikurinn á nýja vellinum verði gegn Frakklandi núna í næsta mánuði.

„Það er ekki búið að staðfesta það, en ég held að ég geti verið 90 og eitthvað prósent viss um að leikurinn fari fram hér. Eiginlega bara 100 prósent," sagði Þorsteinn en starfsmenn KSÍ í salnum sögðu honum bara að segja að það væri 100 prósent.

„Allt okkar plan er að spila hérna, það er ekkert verið að plana neitt annað. Þetta verður vígsluleikurinn á nýja Laugardalsvellinum. Það leggst mjög vel í mig. Vonandi fáum við fullt af fólki á völlinn. Þetta landslið á það skilið að fá fólk á völlinn. Það styrkir okkur í því að ná þeim árangri sem við viljum."
Athugasemdir
banner