Daníel Tristan Guðjohnsen reimaði á sig markaskóna þegar Malmö heimsótti Varnamo í sænsku deildinni í kvöld.
Daníel Tristan kom liðinu yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu, hans fyrsta deildarmark fyrir félagið. Staðan var 2-1 fyrir Malmö í hálfleik en Varnamo jafnaði metin undir lokin, 2-2 lokatölur.
Arnór Sigurðsson var ekki með Malmö vegna meiðsla.
Elfsborg lagði Brommapojkarna 4-3 í Íslendingaslag. Ari Sigurpálsson lék 54 mínútur hjá Elfsborg og Hlynur Freyr Karlsson spilaði allan leikinn hjá Brommapojkarna.
Kolbeinn Þórðarson sat á bekknum hjá Gautaborg þegar hætta þurfti leik gegn Öster þegar stuðningsmaður óð inn á völlinn og réðst á leikmann Öster. Staðan var 1-0 fyrir Öster en óvíst er hvenær hægt verði að klára leikinn.
Ísak Andri Sigurgeirsson lék allan leikinn og Arnór Ingvi Traustason var tekinn af velli á 85. mínútu þegar Norrköping tapaði 2-1 gegn Degerfors.
"Det tar bara tre minuter!" ????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) May 15, 2025
Daniel Gudjohnsen nickar in 1-0 för Malmö FF borta mot IFK Värnamo.
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/GCfuthNE8P