Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Tristan skoraði sitt fyrsta deildarmark - Stuðningsmaður réðst á leikmann
Daníel Tristan Guðjohnsen
Daníel Tristan Guðjohnsen
Mynd: Malmö FF
Hlynur Freyr Karlsson
Hlynur Freyr Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel Tristan Guðjohnsen reimaði á sig markaskóna þegar Malmö heimsótti Varnamo í sænsku deildinni í kvöld.

Daníel Tristan kom liðinu yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu, hans fyrsta deildarmark fyrir félagið. Staðan var 2-1 fyrir Malmö í hálfleik en Varnamo jafnaði metin undir lokin, 2-2 lokatölur.


Arnór Sigurðsson var ekki með Malmö vegna meiðsla.

Elfsborg lagði Brommapojkarna 4-3 í Íslendingaslag. Ari Sigurpálsson lék 54 mínútur hjá Elfsborg og Hlynur Freyr Karlsson spilaði allan leikinn hjá Brommapojkarna.

Kolbeinn Þórðarson sat á bekknum hjá Gautaborg þegar hætta þurfti leik gegn Öster þegar stuðningsmaður óð inn á völlinn og réðst á leikmann Öster. Staðan var 1-0 fyrir Öster en óvíst er hvenær hægt verði að klára leikinn.

Ísak Andri Sigurgeirsson lék allan leikinn og Arnór Ingvi Traustason var tekinn af velli á 85. mínútu þegar Norrköping tapaði 2-1 gegn Degerfors.


Athugasemdir
banner