Al-Ittihad er deildarmeistari í Sádí-Arabíu eftir sigur á Al-Raed í kvöld.
Liðið lenti undir en Steven Bergwijn jafnaði metin. Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Ittihad.
Al-Ittihad er búið að vinna deildina þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið vann baráttuna gegn stjörnum prýddum liðum Al-Hilal og Al-Nassr en það síðar nefnda með Cristiano Ronaldo og Sadio Mane innanborðs er í hættu á að missa af Meistaradeildarsæti.
Al-Ittihad vann deildina síðast árið 2023 en þetta var tíundi deildartitill félagsins. Ásamt Bergwijn eru leikmenn á borð við Karim Benzema, Fabinho, Hassem Aouar og N'Golo Kante meðal leikmanna liðsins.
???????????? ???????????? ????
— ???? ???? ??????? (@SPL) May 15, 2025
@ittihad ????? ?? #????_????_??????? ?????? 2024-2025 ????#???????? pic.twitter.com/UDjcs2rGET
Athugasemdir