Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
banner
   fim 15. maí 2025 21:34
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur. Tvö lið sem að vildu virkilega komast áfram, en fannst við bara hafa yfirhöndina svona meira og minna. Lendum reyndar undir, en erum þá búnir að brenna af vítaspyrnu og komum vel inn í leikinn og komnir með góða stöðu í hálfleik. En þetta er alltaf leikur, þeir skora 3-2 og þá er maður dálítið farinn að hugsa "erum við að fara að gefast upp hérna?" en mér fannst bara strákarnir sýna góðan karakter, að æða fram og skora fjórða markið,'' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir góðan 2-4 sigur á KA í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Leikurinn byrjaði heldur brösuglega fyrir Framara. Israel Garcia brennir af vítaspyrnu og Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar stórglæsilegt mark til að koma KA yfir, en gestirnir gáfust ekki upp og fóru með verðskuldaða 1-3 forystu inn í hálfleik. Rúnar var afar ánægður með hugarfar sinna manna.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hef verið það í allt sumar. Leikirnir hafa margir hverjir ekkert fallið sérstaklega með okkur, þó að við höfum átt kannski betri kafla í sumum leikjunum, en ekki fengið neitt fyrir það. Og maður hugsaði eftir að við brennum af vítaspyrnu "ætlar þetta að vera svona eitthvað lengi?'', en við snerum því við og trúin var til staðar. Baráttuandinn og viljinn sem að þarf alltaf að vera til staðar var hér og svo fannst mér við bara spila nokkuð vel,'' sagði Rúnar.

Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Fram, átti glimrandi góðan leik í dag og Rúnar hrósaði honum í hástert.

„Algjörlega frábær og búinn að vera frábær eftir að hann tók stöðuna. Ofboðslega stoltur af honum og hann er búinn að vaxa mikið. Hann ver ótrúlegustu vörslur, sem að kannski fáir gera en hann er ennþá ungur og óreyndur í deildinni og þarf að fá leiki og við erum að gefa honum þann séns. Hann er að nýta hann og við þurfum að halda áfram að bæta hann og bæta okkur sem lið, þá bera allir ávöxt af því,'' sagðir Rúnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner