Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
   fim 15. maí 2025 21:34
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur. Tvö lið sem að vildu virkilega komast áfram, en fannst við bara hafa yfirhöndina svona meira og minna. Lendum reyndar undir, en erum þá búnir að brenna af vítaspyrnu og komum vel inn í leikinn og komnir með góða stöðu í hálfleik. En þetta er alltaf leikur, þeir skora 3-2 og þá er maður dálítið farinn að hugsa "erum við að fara að gefast upp hérna?" en mér fannst bara strákarnir sýna góðan karakter, að æða fram og skora fjórða markið,'' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir góðan 2-4 sigur á KA í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Leikurinn byrjaði heldur brösuglega fyrir Framara. Israel Garcia brennir af vítaspyrnu og Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar stórglæsilegt mark til að koma KA yfir, en gestirnir gáfust ekki upp og fóru með verðskuldaða 1-3 forystu inn í hálfleik. Rúnar var afar ánægður með hugarfar sinna manna.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hef verið það í allt sumar. Leikirnir hafa margir hverjir ekkert fallið sérstaklega með okkur, þó að við höfum átt kannski betri kafla í sumum leikjunum, en ekki fengið neitt fyrir það. Og maður hugsaði eftir að við brennum af vítaspyrnu "ætlar þetta að vera svona eitthvað lengi?'', en við snerum því við og trúin var til staðar. Baráttuandinn og viljinn sem að þarf alltaf að vera til staðar var hér og svo fannst mér við bara spila nokkuð vel,'' sagði Rúnar.

Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Fram, átti glimrandi góðan leik í dag og Rúnar hrósaði honum í hástert.

„Algjörlega frábær og búinn að vera frábær eftir að hann tók stöðuna. Ofboðslega stoltur af honum og hann er búinn að vaxa mikið. Hann ver ótrúlegustu vörslur, sem að kannski fáir gera en hann er ennþá ungur og óreyndur í deildinni og þarf að fá leiki og við erum að gefa honum þann séns. Hann er að nýta hann og við þurfum að halda áfram að bæta hann og bæta okkur sem lið, þá bera allir ávöxt af því,'' sagðir Rúnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner