Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   fim 15. maí 2025 21:34
Daníel Smári Magnússon
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Rúnar var stoltur af sínu liði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Viktor Freyr stóð sig frábærlega í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur. Tvö lið sem að vildu virkilega komast áfram, en fannst við bara hafa yfirhöndina svona meira og minna. Lendum reyndar undir, en erum þá búnir að brenna af vítaspyrnu og komum vel inn í leikinn og komnir með góða stöðu í hálfleik. En þetta er alltaf leikur, þeir skora 3-2 og þá er maður dálítið farinn að hugsa "erum við að fara að gefast upp hérna?" en mér fannst bara strákarnir sýna góðan karakter, að æða fram og skora fjórða markið,'' sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir góðan 2-4 sigur á KA í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  4 Fram

Leikurinn byrjaði heldur brösuglega fyrir Framara. Fred Saraiva brennir af vítaspyrnu og Hallgrímur Mar Steingrímsson skorar stórglæsilegt mark til að koma KA yfir, en gestirnir gáfust ekki upp og fóru með verðskuldaða 1-3 forystu inn í hálfleik. Rúnar var afar ánægður með hugarfar sinna manna.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hef verið það í allt sumar. Leikirnir hafa margir hverjir ekkert fallið sérstaklega með okkur, þó að við höfum átt kannski betri kafla í sumum leikjunum, en ekki fengið neitt fyrir það. Og maður hugsaði eftir að við brennum af vítaspyrnu "ætlar þetta að vera svona eitthvað lengi?'', en við snerum því við og trúin var til staðar. Baráttuandinn og viljinn sem að þarf alltaf að vera til staðar var hér og svo fannst mér við bara spila nokkuð vel,'' sagði Rúnar.

Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Fram, átti glimrandi góðan leik í dag og Rúnar hrósaði honum í hástert.

„Algjörlega frábær og búinn að vera frábær eftir að hann tók stöðuna. Ofboðslega stoltur af honum og hann er búinn að vaxa mikið. Hann ver ótrúlegustu vörslur, sem að kannski fáir gera en hann er ennþá ungur og óreyndur í deildinni og þarf að fá leiki og við erum að gefa honum þann séns. Hann er að nýta hann og við þurfum að halda áfram að bæta hann og bæta okkur sem lið, þá bera allir ávöxt af því,'' sagðir Rúnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner