Rúben Amorim, stjóri Manchester United, vill fá nýjan markvörð í sumar en United lítur ekki á það sem forgangsatriði.
Frá þessu segir Manchester Evening News.
Frá þessu segir Manchester Evening News.
United er að horfa í það að sækja þrjá til fjóra nýja leikmenn og þar er mikilvægast að mati félagsins að sækja leikstjórnanda, sóknarmann og miðjumann.
Andre Onana hefur átt mjög slakt tímabil og Amorim vill fá nýjan markvörð en United ætlar ekki að eyða stórum fjárhæðum í markvörð nema Onana fari annað.
Hinn 29 ára gamli Onana vill vera áfram hjá félaginu en Manchester Evening News segir að eini raunhæfi möguleikinn fyrir kamerúnska markvörðinn sé Sádi-Arabía.
Athugasemdir