Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
   fös 16. maí 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Eftir fréttamannafundinn ræddi hann við fjölmiðla á Laugardalsvellinum sem er orðinn iðagrænn eftir að hybrid grasið var lagt á hann. Það var vel við hæfi að byrja á að spyrja Arnar út í völlinn.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur og við verðum komnir með alvöru gryfju næsta haust," sagði Arnar en síðasti heimaleikur Íslands fór fram á Spáni.

Komandi leikir eru undirbúningsleikir fyrir komandi undankeppni HM. Hvað vill Arnar fá út úr þessum vináttuleikjum

„Ég vil sjá framfarir að því leyti á þá vegu að leikmenn skilji betur kerfið okkar. Við fáum þennan glugga núna til að fullkomna skilning manna á þessu kerfi. Það eru fáar æfingar og fáir fundir og menn þurfa að vera með einbeitinguna í lagi. Auðvitað viljum við ná í úrslit og fá sjálfstraust inn í hópinn en helst vil ég sjá bætingu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild hér að ofan en þar ræðir hann nánar um áherslurnar í komandi verkefni, landsliðsvalið, markvarðarstöðuna og einnig um A&B þættina sem hafa slegið rækilega í gegn.
Athugasemdir
banner
banner