Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Gústi Gylfa: Þetta var bara nokkuð vel spilaður fótboltaleikur
Gunnar Heiðar: Ég þoli ekki jafntefli
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Árni Freyr: Galið að fara breyta þegar öll tölfræði er með okkur í hag
Hemmi Hreiðars: Heppnir að vera með tvo frábæra markmenn
Óli Kristjáns: Mikið hrós á þig fyrir að taka eftir henni
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
   fös 16. maí 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Eftir fréttamannafundinn ræddi hann við fjölmiðla á Laugardalsvellinum sem er orðinn iðagrænn eftir að hybrid grasið var lagt á hann. Það var vel við hæfi að byrja á að spyrja Arnar út í völlinn.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur og við verðum komnir með alvöru gryfju næsta haust," sagði Arnar en síðasti heimaleikur Íslands fór fram á Spáni.

Komandi leikir eru undirbúningsleikir fyrir komandi undankeppni HM. Hvað vill Arnar fá út úr þessum vináttuleikjum

„Ég vil sjá framfarir að því leyti á þá vegu að leikmenn skilji betur kerfið okkar. Við fáum þennan glugga núna til að fullkomna skilning manna á þessu kerfi. Það eru fáar æfingar og fáir fundir og menn þurfa að vera með einbeitinguna í lagi. Auðvitað viljum við ná í úrslit og fá sjálfstraust inn í hópinn en helst vil ég sjá bætingu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild hér að ofan en þar ræðir hann nánar um áherslurnar í komandi verkefni, landsliðsvalið, markvarðarstöðuna og einnig um A&B þættina sem hafa slegið rækilega í gegn.
Athugasemdir