Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 16. maí 2025 14:49
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Eftir fréttamannafundinn ræddi hann við fjölmiðla á Laugardalsvellinum sem er orðinn iðagrænn eftir að hybrid grasið var lagt á hann. Það var vel við hæfi að byrja á að spyrja Arnar út í völlinn.

„Mér líst hrikalega vel á hann. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur og við verðum komnir með alvöru gryfju næsta haust," sagði Arnar en síðasti heimaleikur Íslands fór fram á Spáni.

Komandi leikir eru undirbúningsleikir fyrir komandi undankeppni HM. Hvað vill Arnar fá út úr þessum vináttuleikjum

„Ég vil sjá framfarir að því leyti á þá vegu að leikmenn skilji betur kerfið okkar. Við fáum þennan glugga núna til að fullkomna skilning manna á þessu kerfi. Það eru fáar æfingar og fáir fundir og menn þurfa að vera með einbeitinguna í lagi. Auðvitað viljum við ná í úrslit og fá sjálfstraust inn í hópinn en helst vil ég sjá bætingu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild hér að ofan en þar ræðir hann nánar um áherslurnar í komandi verkefni, landsliðsvalið, markvarðarstöðuna og einnig um A&B þættina sem hafa slegið rækilega í gegn.
Athugasemdir
banner