Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wrexham á eftir fyrirliða Fulham
Mynd: EPA
Það hefur verið rosalegur uppgangur hjá Wrexham síðan Hollywood-leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds urðu eigendur félagsins.

Þeir keyptu félagið árið 2020 en liðið hefur klifrað upp úr utandeildinni og mun spila í Championship deildinni á næstu leiktíð.

Liðið er að leita að styrkingu en Telegraph greinir frá því að liðið hafi áhuga á Tom Cairney, fyrirliða Fulham.

Samningur hans rennur út hjá Fulham í sumar en þessi 34 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Fulham frá Blackburn og hefur verið fyrirliði liðsins frá 2017.
Athugasemdir
banner
banner